Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151 vmiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiHiiMiHiiiiiiimiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii fyrst. — Á öðrum stað í Færeyjum hefir einnig verið gerð svip- uð athugun. Hinn þekkti færeyski fuglafræðingur Sverre Paturs- son skýrir frá því, að annarsstaðar í Færeyjum hafi menn veitt athygli hvítum lunda, sem yfir fjörutíu ár hélt til á sama stað. Maður verður því að álykta, að þessi litli fugl eigi sér álíka langa æfi og maðurinn. Á. Á. Svartbakur á veiðum. í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, í grein um fæðu nokkurra íslenzkra fjöru- og sjávarfugla, stendur meðal annars þetta á bls. 93 (neðst): „Á hinn bóginn finnst mér vafasamt, að það sé rétt, sem sagt er um svartbakinn, að hann sitji um hlutfallslega stóra fiska eins og silung og hrognkelsi, veiti þeim atför og geri þann- ig fiskveiðum tjón. Þó er vel hugsanlegt, að svartbakurinn láti ekkert fram hjá sér fara af lifandi fiski, ef hann þarf ekki að hafa mikið fyrir að afla sér bjargarinnar og hann ræður við hana“. Bæði eg og aðrir, sem uppaldir erum á þeim stöðum við sjó eða í eyjum, þar sem svartbakur heldur sig mikið á vorin, og verpir einnig, geta fullvissað um það, að svartbakurinn lifir hvað mest að vorinu til á hrognkelsum, bæði rauðmaga og grásleppu, sem hann veiðir sjálfur. Það er eðlisháttur þessara fiska, að móka stundum upp við sjólokin, og af því að fiskar þessir eru ekki bragðharðir, en svart- bakurinn sterkur fugl, þá „bítur“ hann ofan í kambinn á fiskinum og heldur honum þannig föstum, reynir síðan að busla með veiði sína til næsta lands, skers eða hólma, til að gera sér þar gott af henni, fyrst og fremst étur hann innýflin, en svo gjarnan allan fiskinn innan úr roðinu, ef hann hefir þörf fyrir og má vera að. Sé vindur, þegar hann hefir náð haldi á veiði sinni í sjónum, breiðir hann út vængina og siglir þannig eða rekur með hana til næsta lands. Þessi veiðiaðferð hans er kölluð, „að fuglinn (svart- bakurinn) sé farinn að draga“, og er höfð til marks um það, að hrognkelsi séu gengin og megi fara að leggja fyrir þau. Fiskur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.