Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 153
iiimiiiiimiiimmiiimiimimiiiiimimiiiiiiiiiimiiiiiimimimmiiiiiiimmimimmiiiiiiiiimiiiiimmmiiiiiiiimiiiiiiiimiiiii
Um fæðu nokkurra íslenzkra
fjöru- og sjávarfugla.
Atuugasemd.
1 2. hefti VI. árgangs Náttúrufræðingsins ritar dr. G. Timmer-
mann fróðlega grein „Um fæðu nokkurra íslenzkra fjöru- og
sjávarfugla". Hann segir þar um svartbakinn, að sér finnist það
vafasamt, að það sé rétt, að hann sitji um hlutfallslega stóra
fiska eins og silung og hrognkelsi. Silungsveiði svartbaksins skal
eg láta ósagt um, en hitt er alþekkt hér á landi, að svartbakurinn
ræðst á hrognkelsi og gerir sér gott af. Hrognkelsin veiðir svart-
bakurinn aðallega eða kannske eingöngu um fjöru, þar sem útfyri
er mikið. Þar verða hrognkelsi oft eftir í pollum milli steina, þeg-
ar út fjarar, og þar leitar svartbakurinn þau uppi og dregur á
þurrt, og setzt síðan að snæðingi. Sumstaðar á landinu hafa menn
notfært sér þessar hrognkelsaveiðar svartbaksins á þann hátt, að
svartbakurinn er látinn leita uppi hrognkelsin og draga þau upp
úr pollunum, en síðan eru þau af honum tekin, því að ekki getur
hann flogið burt með jafnþunga byrði. Það eru helzt börn og ungl-
ingar, sem fást við þessar veiðar, og man eg eftir því, að Stefán
Jónsson, læknir, sagði mér endur fyrir löngu af slíkum veiðum á
Vatnsnesi, þar sem hann er uppalinn. Sama veiðiaðferð þekkist og
við Breiðafjörð. Á Hrafnsfjarðareyri í Jökulfjörðum býr Líka-
frón Sigurgarðsson. Þar er mannmargt heimili, en heimilisfólkið
flest börn. Hrognkelsanet á Líkafrón ekki, en fær þó oft nóg hrogn-
kelsi í soðið fyrir sig og sitt heimili, og öll eru þau tekin af svart-
baknum. Líkafrón sagði mér nú í sumar, að um að gera væri að
ná hrognkelsunum af svartbaknum áður en hann fær tíma til þess
að smakka á krásinni, því að ef svo er gert, þá nær svartbakurinn
strax í annan fisk og svo koll af kolli; en fái hann næði til þess að
éta þó að ekki sé nema lítið eitt af hrognkelsinu, þá kærir hann sig
ekki um meira að sinni, og hættir veiðum.
Reykjavík, 9. ágúst 1936.
Guðm. Thoroddsen.