Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 46
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiiitiimiiiiiiniitniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiii
Stóra grágæs og helsingi í
»hjúskaparstandi«.
(Kafli úr bréfi frá hr. Bjartmar Guðmundssyni á Sandi í Aðaldal,
dags. jpann 16. maí 1936).
Nálægt miðjum júní s. 1. vor (1935), var eg á ferð um Aðal-
dalshraun sem oftar. Sé eg þá hvar helsingi liggur uppi á kletti.
Mér þótti þetta kynlegt háttalag, og fór að svipast um, til þess að
sjá hverju þetta sætti. Fuglinn var mjög gæfur, og flaug ekki fyrr
en 10—15 metrar voru á milli okkar. Síðan settist hann skammt
þar frá, og virtist hvergi vilja fara. Eg gekk því upp á kambinn,
þar sem hann hefði setið, er eg sá hann fyrst. Þegar þangað kom,
flaug stóra grágæs af eggjum, svo sem 2—3 m frá þeim stað, sem
helsinginn sat upphaflega. Var hreiðrið niðri í hraunsprungu og
voru í því 6 egg. Það er að vísu engin nýlunda að rekast á gæsa-
hreiður í Aðaldalshrauni, en það er ekki á hverjum degi að þar
sjáist helsingjar og enn þá óvenjulegra var að sjá þennan hels-
ingja halda vörð um grágæs á hreiðri eins og þessi virtist gera.
Eg athugaði klettinn, sem helsinginn hafði setið á og bar hann