Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155
..................................mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
þess menjar, að þar hafði fuglinn haft langar setur. Eggin voru
unguð. Þegar hreiðurgæsin fór frá eggjunum, flaug helsinginn
til hennar og var auðséð af látbragði þeirra, að þau voru saman
um þetta hreiður.
Þessi gæs lá á eggjunum í viku eftir þetta. Allan þann tíma,
þegar að var gáð, sat helsinginn á klettinum og beið. Einn ná-
granna minna langaði til þess að ná í 2—3 unga, þegar þar að
kæmi, og reyna að ala þá upp með heimgæsum. Hann vildi vita
hvort hér væri um blendinga að ræða milli þessara tegunda. Hann
Helsingi (Á. F.: Dýramyndir).
náði svo ungunum og hafði þá heim með sér. Hann hitti „hjóna-
leysin“ þar sem þau voru á leið frá hreiðrinu, með ungana sína,
að fylgja þeim á vatn og gras. Ekki var sjáanlegur munur á þess-
um ungum og venjulegum stóru grágæsarungum. Þeir þrifust vel
með heimgæsunum í túninu hjá manni þessum, í þrjá daga, en
þá henti það slys, að hundur náði þeim og beit þá til bana.
Þegar kunnugt varð um þessi nýstárlegu gæsahjón, segir mér
bóndi einn hér við hraunið, Björn Ármannsson á Hraunkoti, að
vorið áður, 1934, hafi hann fundið grágæsarhreiður (stóru grá-
gæsar) á svipuðum slóðum í hrauninu og hafi helsingi legið yfir
henni á eggjunum, og þannig vísað sér á hreiðrið. Hreiðurgæsina
kvað hann hafa verið venjulega stóru grágæs. Sprungið var fyrir
á eggjunum, er hann fann þau, svo að því sinni hefir hún farið
út með 5 eða 6 unga.
Vafalaust tel eg, að Björn fari rétt með þetta og að þarna hafi
verið að verki sömu einstaklingar og eg fann 1935.
Rétt er að taka það fram, að hér um slóðir verpa helsingjar
aldrei og sjást aðeins haust og vor, aðallega í hópum á flugi. Þó