Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 50
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1111111111111111111111111!11111111111111i111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 í 111111111111111 ■ 1111111111111111111111111|111111( orðinn dálítið skemmdur, hárið farið framan af hausnum og af eyrunum, og ennfremur af smábletti á annari hliðinni og öðrum afturfæti. Þess skal getið, að höfuðkúpan var mölbrotin. Þykir mér ekki ósennilegt, að hann hafi orðið fyrir ísjaka, að minnsta kosti hefir hann orðið fyrir allmiklu höggi. Þess skal og getið, að húnninn var karlkyns. Eigi er unnt að segja með vissu, hversu lengi hann var búinn að liggja í fjörunni, en þó tel eg víst, að hann hafi rekið kringum síðustu helgi (7. júní). Hefir verið norð- anátt hér um þetta leyti, en þó ekki stöðug“. Um leið og Náttúrufræðingurinn þakkar herra Ólafi Kristjáns- syni fyrir þessar fróðlegu upplýsingar, þykir mér rétt að bæta því við, til skýringar, að húnn þessi hefir verið á fyrsta ári, eftir stærðinni að dæma, eða frá því síðastliðinn vetur. Hver birna fæð- ir vanalega tvo unga, en stundum aðeins einn, einstöku sinnum þrjá. Áður en að fæðingunni kemur, hefir hún fundið eða grafið sér holu inn í snjóinn einhvers staðar þar, sem afdrep eru fyrir veðrum, en örsjaldan kvað það koma fyrir, að birnur leiti sér skýl- is í stórum hafísjökum. Húnarnir koma í heiminn síðast í janúar eða fyrst í febrúar, en birnan grefur sig ekki með þá út úr skafl- inum, þar sem allt er í kafi, fyrr en um miðjan marz. Þá eru þeir á stærð við tófu. Eftir nokkra daga byrjar svo leitin að fæðu, einkum sel, þá tekur ferðalagið á ísnum við. Það er mjög sennileg tilgáta hjá höfundi bréfsins, að húnninn hafi rotazt á milli jaka. Selveiðamenn segja, að selir, einkum lítt syndir kópar, farist unnvörpum á ísnum, þegar storma ber að höndum. Þar sem mest er um sel, er ísinn sjaldnast í samfelldum hellum, heldur meira eða minna laus. Á. F. Nýjar upplýsingar um „fjallafinkuna“ hér á landi. I „Danske Fugle“, IV. bindi, bls. 65, skrifar ritstjórinn, herra P. Skovgaard, sá sem kunnur er mörgum hér á landi vegna fugla- merkinganna, sem hann hefir látið gera hér, að fugl sá, sem getið var um í síðasta hefti Náttúrufræðingsins, Fringilla montefrin- gilla, hafi sézt við Vopnafjörð. Þar var skotinn einn kvenfugl 14. október 1930. Þessi fugl, sem ef til vill mætti nefna fjallafinku á íslenzku, hefir þá fundizt á tveimur stöðum hér á landi, og má búast við, að hann slæðist hingað oftar en menn vita. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.