Náttúrufræðingurinn - 1942, Blaðsíða 11
XÁTT ÚR UFR/lvÐ INGURIXX
109
um, en allhaganléga fóðrað innan með fíngerðari stráum og eigi
ósjaldan með liárum ýmissa dýra. Varptíminn byrjar um miðjan
apríl, sums slaðar þó ekki fyrr en í byrjun mai. Sönglævirkinn
verpur tvisvar og að sögn stundum jafnvel þrisvar á sumri. Eggin
eru 3—5 og afar breytileg að lit, venjulega þó með þéttum dökk-
gráum eða brúnum dílum og dropurn á rjómalitum, grá- eða hvít-
leitum grunni. Dílarnir ofl mjög þéttir og hálfsamanrunnir i
kringum digra enda eggsins. Kvenfuglinn annast alltaf eða oftast
útungunina einn. Útungunartíminn eru 14 dagar, stundum þó ekki
nema 11—12 dagar. Ungarnir yfirgefa hreiðrið eftir 9- 10 daga,
en verða ekki flevgir fyrr en 10 dögum síðar. Bæði hjónin mata
unganá. Fæðan eru alls konar fræ og korntegundir og fleira úr
jurtaríkinu og svo skordýr og lirfur þeirra, margfætlur, köngu-
lær og sníglar. Jurtafæðunnar er einkum neytt á haustin og vet-
urna, en fæðu úr dýrarikinu á sumrin.
Á þýzku er sönglævirkinn kallaður Feldlerche, á enslcu Sky-
Lark, á dönsku Lærke eða Sanglærke, á norsku Lerke og á sænsku
Sánglárka.
10. Silkitoppa — Bombvcilla garrulus garrulus (L.).
Veturinn 1941—1942 Ijar allmikið á silkitoppum hér á landi.
Fór fvrst að verða vart við þær í október 1941, og varð þeirra síðan
öðru hverju vart á ýmsum stöðum á landinu fram í febrúar 1942.
í Reykjavík varð silkitoppuimar fyrst vart 10. nóv. Þá náðist
ein lifandi af ketti á Grímsstaðaboltinu. Daginn eftir sáust 3
silkitoppur í Alþingishúsgarðinum, og 14. nóv. voru taldar 15
silkitoppur í sama garði. Fftir það sáust silkitoppur öðru hverju
í görðum víða um bæinn, ýmist fáar saman eða í smáhópum.
Virtust þær meslmegnis lifa á reyniberjum og létu greipar sópa
um garða, þar sem reynitré voru. Þegar leið á desembermánuð,
lór þeim að fækka, í janúar varð þeirra þó enn allviða varl í
bænum, en i febrúar lnirfu þær síðustu. Á Svanshóli i Stranda-
sýslu sást silkitoppa 24. nóv., en livarf aftur sama dag (Ingim.
Ingimundarson). Á Akurevri sást hópur af silkitoppum milli jóla
og nýárs i garði .Takobs Karlssonar, Lundi við Akureyri. Þann
31. des. sást 1 silkitoppa i garði í innbænum á Akureyri, og í jan-
úar sáust nokkrum sinnum silkitoppur í Gróðrarstöðinni á Akur-
eyri, í eilt skipli um 30 saman. Heimildarm. minn að þessum uppl.
um silkitoppurnar á Akureyri er Kristj. Geirmundss. Samkv. frá-
sögn hans sást einnig silkitoppa á Litla-Hóli i Fyjafirði milli jóla