Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 16
174 N ATTÚRUFRÆÐIN GURIN X son), og samkvæmt uppl. frá Þorsteini Einarssyni iþróttafulltrúa sáust á að gizlca 100 bæjasvölur i svonefndum Hliðarbrekkum í Vestmannaeyjum í byrjun júní 1940. Þann 16. júní fannst þar dauð bæjasvala, og fram í ágúst sást þar öðru hverju ein bæjasvala á flögri. Auk þess sáust 2 bæjarsvölur á flugi á öðrum stað í Vest- mannaeyjum þann 28. júlí og þann 24. ágúst sáust 2 bæjarsvölur á sveimi í laul ofan við Gjóstuliaus í Yztakletti. 18. Herfugl. — Upupa epops epops L. I bréfi til mín frá Bjarnfreði Ingimundarsyni, EfriSteinsmýri í Meðallandi, segir svo: „Um sumarmálaleytið 1941 dvaldi hér urn hálfs mánaðar tíma nýr gestur, sem sé herfugl, og iiöfðu bæði ég og fleiri mjög gott tækifæri lil þess að skoða hann, þegar hann var að vappa liér um túnin. Komumst við oft þetta í 3—5 m. nálægð við liann. Hann var mjög auðþekktur, bæði á hinu gulskrautótta fiðurskrauti og þó sérstaklega hinum mikla fjarðrabrúsk um höf- uðið. Hvað af honum varð að lokum, er ókunnugt." Enda þótt ég hafi ekki fengið þennan fugl lil athugunar, efast ég samt ekki um, að þelta hafi verið herfugl. Lýsingin, þó stutt sé, bendir ótvírætt i þá átt, og auk þess er mér persónulega kunnugt um, að Bjarn- freð er óvenju glöggur á fugla. 19. Ejrugla — Asio otus otus (L.). Þann 3. janúar 1940 sá Kristján Geirmundsson eyruglu í gróðr- arstöðinni á Akureyri. Sást hún aðeins þann eina dag. 20. Hunangshaukur — Pernis apivorus apivorus (L.). Haustið 1941 sendi Hálfdán Björnsson, Kvískerjum i Öræfum, Náttúrugripasafninu fuglsrytju, sem hafði fundizt á Fagurhóls- mýri i Öræfum þann 7. júní 1941. Við nánari athugun kom í ljós, að hér var um hunangshauk að ræða, en sú tegund hefir aldrei áð- ur fundizt hér á lándi. Fuglinn var ekki það heillegur, að hægt væri að taka nákvæm mál af Iionum, og auk þess er óvist, hvers kyns hann hefir verið. Hunangsliaukurinn er allstór ránfugl, lítið minni en isl. fálki, en mjóslegnari og tiltölulega vængjalengri og stéllengri. Stærð- in i mm er sem hér segir: vængur 375—425, stél 210 -275, rist 50 —60, nef frá vaxliúð 19—23. Þyngd 700—800 g. Hunangshaukinn er hægt að greina frá öllum öðrum ránfuglum á því séreinkenni,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.