Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1942, Síða 18
X ATTUR UFR .líÐ IXGURIXX J7(i liúð dökkgrá. Fætur gulir. Lithimnan gul. Kynin eru eins að lit, en kyenfuglinn iítið eitt stærri. A ungum fuglum eru hvítgulir eða rjómalitir dilar á fuglinum ofanverðum mjög áberandi, einkum þó ofan á höfði, á aftanverð- um hálsi og á yfirvængþökum. Stundum er allt liöfuðið livitl að undanskildum dökkum augnarákum, og þá er fuglinn líka venju- lega livítur að neðan með dökkum langrákum eða langdilum. Oft- ai' er þó fugljnn dökkbrúnn að neðan með dekkri langrákum (fjaðrahryggjum), og' þá ber líka ekki eins mikið á ljósum litum á fuglinum ofanverðum. Loks eru sumir fuglar rjómalilir eða Ijósbrúnir að neðan með ógreinilegum þverrákum á síðum. Á ungum fuglum er venjulega ekki eins langt á milli svörtu þver- heltanna á stcli og vængjum og á fullorðnum fuglum, og aidca- beltin eru greinilegri, einlcum á vængjunum. Nefið er svart, vax- liúð dökkgul og lithimnán blá- eða gulgrá. Af því, sem liér hefir verið sagt, er auðsætt, að hunangsliauk- urinn er mjög breytilegur að lit. Að ofanverður er liann þó alltaf hrúnleitur og fleklcóttur eða jafnvel hvítur að neðan. Glöggt teg- undareinkenni er hið langa millihil milli fremri stélbeltanna og endabeltisins og sömuleiðis svarti liturinn á aftari vængrönd. Varpheimkynni hunangshauksins, það er að segja, evrópsku undirtegundarinnar, sem hér er um að ræða, ná frá norðanverð- um Spáni, Mið-Frakklandi, Mið-Italíu, Grikklandi og Kákasus- löndum norður til Englands (sjaldgæfur), Belgiu, Hollands (sjaldgæfur), Þýzkalands, Danmerkur, Suður-Noregi, Norður- Svíþjóðar (Laj)lands), Finnlands og norður til Arkangelsk- liéraðs í Rússlandi og norður að 58° í Úralfjöllum. I Síberíu er hann einnig varpfugl austur að Ohfljóti og Tomsk. En hun- angshaukar austan Altaifjalla teljast til annarar undirtegundar (P. a. orientalis Taczanowski), og ná lieimkynni Iiennar þaðan austur til Japan og Kina. Evrópski hunangshaukurinn er farfugl, sem dvelst á vetrum í frumskógum hitabeltislandanna í Afríku. Kjörlendi liunangshauksins er slitrótt sköglendi á láglendi eða í lægri fjöllum. Hreiðurstað velur hann sér hæði i barr- og lauf- skógum, einkum i skógarjöðrum eða skógum, sem liggja að gras- lendi, eða jafnvel i skógarlundum i ræktuðu landi. 1 Mið-Evrópu fer liunangshaukurinn að vitja varpstöðvanna í byrjun maí eða um miðjan þann mánuð. Ilreiðrið er í trjám, venjulega í 15—20 m hæð frá jörðu, en stundum þó i miklu minni hæð. Það er traust- lega fléttað saman úr greinum og kvistum og hreiðurlautin prýdd innan með grænum laufblöðum. Laupurinn er venjulega

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.