Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1942, Page 21
X ATT U RU FIÍ ÆÐINGURIXX 179 1939. Toppseföndin hefir aldrei áður náðst licr á landi og er því nýr borgari í fuglaríki Islands. Samkvæmt grein Þorsteins Ein- arssonar í síðasta hefti Náttúrufræðingsins voru mál fuglsins í mm sem hér segir: vængur 180, nef 50 og rist 67. Kyn fuglsins mun ekki hafa verið ákvarðað, og mér er ekki lieldur kunnugt um, hvort um fullorðinn eða ungan fugl liefir verið að ræða. Toppseföndin er stærst þeirra fimm sefandategunda, sem eiga heima í Evrópu. Stærðin í mm er sem hér segir: vængur 180— 195 á karlfuglum og 175—187 á kvenfuglum, nef 47—55 á karl- fuglum og 40—46 á lcvenfuglum, rist 62—68. Karlfuglinn er þannig lítið eitt stærri en kvenfuglinn, og mál Vestmannaeyja- fuglsins benda frekar í þá átt, að um fullorðinn karlfugl sé að ræða. Á karl- og kvenfuglum í vor- og sumar- búningi eru f jaðr- irnar til beggj a liliða á kollinum mjög langar og mynda allt að því 5.5 cm langan tviskiptan topp. Fjaðrirnar á höf- uðhliðum, og á neðanverðri kverk eru einnig mjög langar og mynda eins konar kraga um höfuðið, sem fuglinn getur þanið út. Enni, lcollur og hnakki er svart og sömul. allar aflari fjaðrir kragans. Svarti litur kollsins nær ekki niður að taumnum og auganu, og gengur því mjó, livít rák frá efra skolti aflur eftir liöfðinu fyrir ofan tauminn og augað. Taumurinn er ljósbrúnleitur. Frá efraskoltsrót gengur mjó, dökkleit, rauðsvört eða rauðgrá, nakin rák upp í augnaum- búnaðinn. Ivverkin framan kragans og fremri lielmingur höfuð- hliða, frá nefrót og 1.5—2 cm aftur fyrir augun, er Iivitt með rjómalitum blæ oft og tíðum. Fremri fjaðrir kragans og aftari helmingur höfuðhliða er ryðrautt. Að ofanverðu er fuglinn ann- ars brúnsvartur með misjafnlega greinilega brúnleitum fjaðra- jöðrum á herðum og öxlum. Handflugfjaðrir dökkbrúnar, litið eitt livítar á innfönum við rótina. Armflugfjaðrir, að undanskild- 12* Toppsefönd. Hjón með unga.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.