Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 24
182 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN veturinn 1938. Álítur hann, að sá fugl verði að teljast til evrópsku undirtegundarinnar, Podiceps griseigena griseigena (Bodd.), en stóru sefendur, sem náðst hafa áður hér á landi, liafa allar tal- izt til amerísku undirtegundarinnar, Podiceps griseigena holboellii Reinli. Ég hefi fengið þennan fugl til athugunar og get ekki betur séð en hér sé einnig um amerísku undirtegundina að ræða. Að minnsta kosti bendir stærðin (vængur 192, nef 44.3 og rist 59 mm) ótvírætt í þá átt, einkum vænglengdin. Um þennan fugl liafði ég ekki hcldur fengið vitneskju, þegar Fuglanýjungar I komu út. 27. Hringdúfa — Columba palumbus palumbus L. Sumarið 1940 sást öðru hverju hringdúfa i gróðrarstöðinni og í kornökrum Ræktunarfélagsins á Aluireyri, og seinni hluta sum- ars 1941 sást enn hringdúfa i kornökrum Ræktunarfélagsins (Kristján Geirmundsson). 28. Stóri spói — Numenius arquata arquata (L.). Uin mánaðamótin apríl og mai 1940 héldu f jórir stóru spóar til í nokkra daga á Sandi i Aðaldal. Fylgdust þeir alltaf að, en hurfu svo með öllu (Njáll Friðbjörnsson). 29. Skógarsnípa — Scolopax rusticola L. Þann 16. nóv. 1941 sáust 2 skógarsnípur á Kvískerjum i Öræf- um (Hálfdán Björnsson), og þann 30. des. 1941 sást skógarsnípa í Ilánni í Vestmannaeyjum (Þorsteinn Einarsson). 30. Dílastelkur — Tringa solitaria solitaria Wilson. Þessi ameríska stelktegund var skotin í Laugarliolti í Andaldls- hreppi í Borgarfirði þann 2. ágúst 1940. Björn Blöndal, bóndi í Laugarliolti, sendi Náttúrugripasafninu fuglinn, og er liann nú geymdur þar. Er þetta í fyrsta skipti, sem þessarar tegundar verð- ur vart hér á landi. Fuglinn var fullorðinn kvenfugl, og mál lians í mm voru sem hér segir: heildarl. 245, vængur 138, stél 58, nef 31.5, rist 33.5, miðtá + kló 29.8 og kló 4.6. Dílastelkurinn er talsvert minni en íslenzkur stelkur og allfrá- brugðinn honum að lit. Karl- og kvenfuglar í sumarbúningi eru að ofanverðu (ofan á höfði, aftan á liálsi og á baki) grágrænbrún-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.