Náttúrufræðingurinn - 1942, Qupperneq 28
XÁTTÚRUFRÆÐINGURINN •
18(5
eyjum, þess í bréfi til mín, að vepjur séu þar oft haust og vor.
Ofanskráðar upplýsingar sýna greinilega, að vepjurnar eru liér
allalgengir vetrargestir, sem fara fvrst að sjást i sept. og sjást
síðast í maí. Mesl virðist þó hera á þeim í nóvember og marz.
Sumarmánuðina júní, júlí og ágúst liafa aftur á móti engar vepj-
ur sézt.
32. Þernumávur — Xema sabini (Sabine).
Þann 13. ágúst 1941 sá Friðrik Sigurbjörnsson námsmaður í
Reykjavik, sem þá var staddur á Bíldudal við Arnarfjörð, þernu-
máv innan um kríur og aðra máva þar á höfninni. Sá hann fugl-
inn bœði á sundi og flugi úr tillölulega lítilli fjarlægð og gat því
vel greint séreinkenni lians. Hefir liann látið mér í té lýsingu á
fuglinum, en samkvæmt henni er ekki um að villast, að um þessa
tegund hefir verið að ræða.
33. Dvergmávur — Larus minutus Pall.
Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Geirmundssyni á Akur-
eyri var ungur fugl þessarar tegundar skotinn á höfninni á Húsa-
vik við Skjálfanda seinni hluta sumars 1941.
34. Ismávur — Pagophila eburnea (Phipps).
I hyrjaðan janúar 1940 var skotinn ísmávur á Láganúpi i Kolls-
vik (V.-Barð.). Ismávarnir höfðu verið tveir, en aðeins annar
þeirra náðist. Skömmu áður hafði fundizt þar dauður ísmávur á
liamrabrún sunnan við víkina (Kollsvík) í nálega 100 m hæð yfir
sjó (Halldór og Einar T. Guðbjartssynir). Þann 7. apríl 1940 sást
ungur ísmávur (alhvitur með svörtum dröfnum) við svonefnda
Torfmýri í Vestmannaeyjum, þar sem rusli frá bænum er hent
í sjóinn (Þorsteinn Einarsson).
35. Litli kjói — Stercorarius longicaudus Vieill.
Ham af ungum fugli þessarar tegundar hefir Hálfdán Björns-
son á Kvíslcerjum i Oræfum sent Náttúrugripasafninu. Hafði
fuglinn verið skotinn á Kvískerjum þann 6. scplember 1941.
36. Engjasvín — Crex crex (L.).
I bréfi frá Skarphéðni Gíslasvni, Vagnsstöðum i Suðursveit
(A.-Skafl.), segir svo: „Þann 25. apríl 1941 sást alókunnugur