Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1942, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURIXN 187 fugl hér á Vagnsstöðum. Fugl þessi var á stærð við rjúpu, með mjög líkt nef, liáa og sterka vaðfuglafætur, dökkrauður að lit og rauðari undir vængjunum en á baki. Hann var gæfur mjög og hélt sig í holum í hólum og bökkum. Fugl þessi hefir hvorki sézt hér fyrr né síðar“. Lýsing þessi getur varla átt við annan fugl en engjasvin, enda eru þar í stuttu máli dregin fram öll lielzlu sér- einkenni þeirrar tegundar. Sigurður Björnsson á Kvískerjum í Öræfum liefir auk þess sent Náttúrugripasafninu væng, ncf og fót af engjasvini, sem fannst dautt þann 10. maí 1941 á Breiðamerkursandi austur af Kvískerj- um. Fuglinn var orðinn mjög skemmdur, er hann fannst, og var því ekki hirt meira af honum. Loks náðist engjasvín lifandi á Láganúpi i Kollsvík (V.-Barð.) í kringum þann 20. sept. 1941. Fuglinn var skinhoraður, og drapst liann á öðrum sólarhring frá þvi, að hann náðist (Einar T. Guð- bjartsson). 37. Blesönd — Fulica atra atra L. I Um miðjan maí 1940 kom blesönd á vatn hjá Sandi í Aðaldal, og hélt hún sig þar í um það hil 3 vikur, en hvarf svo (Njáll Frið- björnsson). Veturinn 1940—1941 sást blesönd í Breiðuvik (V.- Barð.). Hélt hún sig þar á læk og virtist vel hress (Einar T. Guð- bjartsson). Um leið og ég lýk þessari skýrslu minni vildi ég leyfa mér að óska þess, að ég framvegis megi verða aðnjótandi jafn ágætrar aðstoðar þeirra manna, sem gelið er sem lieimildarm.anna hér að \ framan, og hingað til. Ég vildi mega vænta þess, að bæði þeir og aðrir, sem Ijá vildu málefni þessu stuðning, skrifuðu lijá sér og sendu mér framvegis upplýsingar um alla sjaldgæfa fugla, er þeir kynnu að verða varir við. í þvi sambandi þyrfti helzt að taka fram, hvar og livenær þeir hafi sézt, hvenær þeir liafi horfið afl- ur, hve margir á að gizka hafi sézt af hverri tegund o. s. frv. Óþekktum fuglum og fuglum, sem vafi getur leikið á hverrar teg- unda eru, þyrfti að reyna að ná með einhverju móti. Slíka fugla mætti svo senda mér í heilu líki eða þá haminn af þeim. Því miður hefi ég orðið að sleppa talsverðu af upplýsingum sem mér hafa borizt, vegna þess, að það hefir ekki verið hægt að skera úr því með fullri vissu um hvaða tegundir hafi verið að ræða. < Auk upplýsinga um sjaldgæfa fugla og flækinga, mundi ég

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.