Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
109
þess stormur, svo að bárur skvettast upp á skarirnar, eru þœr
oft fljótar að hækka sig eftir því, sem áin hleður undir sig, og
getur þá komið fyrir, að áin haldi sér í farveginum milli ísskar-
anna og í krapinu, þótt hún sé orðin hærri en bakkarnir meðfram,
en oftast flóir hún þó út á ísinn og yfir bakka.
Meðan hún er að hækka sig, hindur liún mikið vatn i farveg-
inum, liæði það, sem fer í ísmyndunina og i krapið, og auk þess
það, sem flóir út í uppistöður, er verða til við hækkunina, hæði
í ánni sjálfri og á bökkunum. Vatnsrennslið þverr því fvrir neðan
meðan á þessu stendur, og má sjá þetta greinilega, þegar hækk-
unin fer fram á einni flúð eða hroti í á, þar sem lygnur eru ijæði
fyrir neðan og ofan, því að þá kenmr stífla í ána á flúðinni, með
uppistöðu fyrir ofan og getur vatnsborð hennar hækkað nokkra
tugi cm, og fer það eftir veðráttunni, hve mikið það verður. En
að lokum verður vatnsþrýstingurinn ofan við stifluna svo mikill,
að hann ryður henni að einhverju leyti frá, og vatnið hleypur úr
uppistöðunni.
En sé hækkunin á löngu svæði eftir farveginum, eins og oft
er, þegar áin rennur með nokkrum halla, þá verða engar greini-
legar stíflur, og ])ó getur þorrið svo rennslið, að það er með öllu
horfið neðan til a þessu svæði, en óteljandi polla og smáuppistöð-
ur má sjá innan um krapið og undir ísskörunum með nokkru
rennsli á milli, því meir, sem ofar dregur á svæðinu.
Þessi þurrð neðan við stendur á meðan krap og ísmvndun ei'
nógu mikil Jil að hinda vatn það, sem að ofan kemur jafnóðum
og fer það mjög eftir frosthörkunni og vindhraðanum, en auk
þess eftir kælifleti árinnar i hlutfalli við vatnsmagnið.
Þessi kæliflötur, sem í tærri á er bæði við botn og vatnsflöt i
byrjuninni, smá minnkar eftir því, sem meira krap hleðst upp
og ána leggur. Vatnið, sem er innan um krapið, frýs seint því
slorknunarhiti þess leiðist ver út en í straumvatninu, og kemur
þar fram varnarmáttur krapsins og íssins gegn áframhaldandi
kælingu. 1 i
Haldist frostakaflinn, er upphaflegi kæliflöturinn orðinn mjög
litill. Vatnið liefir rennsli innan um krapið og undir isi. Það
kann að vera mjór áll eftir úti í farveginum með tiltölulega litl-
um kælifleti á yfirborði. En því minni, sem kæliflöturinn verður,
þess minna verður til af ísnálum, og svo fer að lokum, að þær
þiðna aftur í vatninu, þegar það rennur undir isi eða inuan um
krapið, og valnið fer brátt að bræða frá sér krapið undir ísnum,
og gerir sér greiðari farveg, þar sem frost og vindur nær ekki til.