Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 28
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ■1905, 1918 og 1922. I Kína hefir ástandið jafnvel verið ennþá verra. ÁriS 1922 snltn óvenjn niargar þjóðir: Indverjar, Kínverjar, Kóreubúar, íranbúar, Tyrkir og íbúar Kenya og lielgísku Kóngó- landanna í Afríku. Dag'legu brauði er auðsjáanlega æði misskipt í heiminum. Framleiðslan liefir vaxið gífurlega, en þurkar, vatns- flóð, slrið, stjórnmálaerjur o. fl. hafa líka hönd i bagga. Að nokkru þýtt úr l)ók Semjanows „Auðæfi jarðar“. Eyjan með mörgu nöfnunum eða þrætuefnið, serh týndist. Það er vel kunnugt, að stundum gýs á sjávarbotni. Getur þá svo farið, að eldfjöll vaxi upp úr sjónum og eyjar myndist þar, sem engar voru áður fyrir. Hér við land hafa slíkar eyjar stund- um rekið upp kollinn. En þær hafa jafnan verið mestmegnis úr lausum gosefnum, gjalli, vikri og gosösku, og þvi illa þolað ágang brimsins. Árið 1783 kom t. d. ný eyja í ljós út af Reykjanesi. Hún var aftur horfin i bvlgjur hafsins árið eftir. Hafði bún þá lilotið nafnið Nýey af hans hátign konunginum Kristjáni VII. Einna þekktust af þessu tæi er þó eyja, sem kom í ljós slcammt frá Pantellaría eyju milli Sikileyjar og Tunis. Ilalskt briggskip, sem stalt var á þessum slóðum 9. júlí 1830, varð þess skyndilega vart, að upp flaut mergð af dauðum fiski og vikri. Næsta dag þyrlaðist vatnskúfur í loft upp, 100 m breiður og 20 m hár. Lagði af bonuin megna brennisteinslykt. Sex dögum síð- ar, er skipið vitjaði aftur sömu stöðva, var komin þar 4 m liá eyja. Skipstjórinn nefndi liana Corrao eftir sjálfum sér. Jafn- skjótt og um þessa nýju evju fréttist, sendu Bretar lierskip frá Malta á vettvang. Skipverjar mældu eyjuna 3. ágúst 1830, var hún þá um 100 m há og 6 km í umniál. Brezki skipstjórinn lýsú eyjuna eign Breta og skýrði hana Hotham-eyju, eftir flotaforingja sinum. í september sendi franska stjórnin herskip til eyjarinnar. Frakkarnir nefndu nú eyjuna Júlíu, og kenndu liana við mánuð- inn, sem hún hafði myndazt i. Loks heimsótti ítalskt herskip evj- una og lilaut liún nú nafnið Isola di Fernando II, eftir konungi Italíu. Og enn fleiri nöfn voru eyjunni gefin. En nú fóru menn að óttast, að svo kynni að fara, að landbrú myndaðist milli Sikil- eyjar og Afriku. Ríkisstjórnirnar urðu ekki á eitt sáttar i upphafi bverjum þetta nýja land ælti að falla í skaut, en eftir árið féll

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.