Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 8
110 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ef frostkaflinn stendur í nokkra daga látlaust, fer svo að lok- um, að árrennslið nær sér undir is og krap og rennur þar liindr- unarlaust. Munu margar ár hér ná sér þannig niður víða og hreinsa sig á 3.—4. dcgi og stundum jafnvel fyr. í þessum farvegi undir ísnum verður valnið fljótt laust við allt krap og isnálar, þólt hvortveggja berist með straumnum að of- an. Svo verður alls staðar undir ísnum þar sem ána leggur, að krap smáþiðnar á tiltölulega stultu svæði frá isskörinni, þótt töluvert berist að ofan inn undir ísinn. Ilaldist frostið, rennur áin því að lokum, þegar hún hefir hreins- að sig, sem á sumardegi væri undir ísi og krapi, þar sem kólnun- in nær litt til, og sé þetta á löngum kafla farvegarins, smáhlýnar frá vatnsrennslinu, og sé frostið eigi mikið, getur áin byrjað að eta af sér aftur sjálft yfirborðs isiagið. Sé hins vegar frostakaflinn, sem hér að framan var lýst, stutt- ur, fær áin eigi tíma lil að komasl undir ís, hún liefir aðeins bólgn- að upp, þegar þíðan keniur. Standi þiðan einnig skamma stund, þar til annar frostakafli kemur, er enn krap og is í ánni og hólg- an Iieldur áfram aftur, og þannig gela skipzt á frost og þíður, einkum á Suðurlandi, svo að áin umturnast öll al' ísi, en nær sér ekki niður. Og á meðan stendur kraphættan allan tímann og slórar ishrannir verða smám sainan til á eyrum og flúðum. Ilafi á þessu gengið fram eftir liausti, getur mikil slífluhætta orðið, þegar kemur fram á og yfir miðjan vetur. Þá hefir veðr- áttan undirbúið svo skilyrðin, að stærstu stíflanirnar, lilaupin og ruðningarnir koma. Hvítá er jökulá, og Iiefir ])ví eigi kæliflöt annan en yfirborð vatnsins. Hins vegar rennur hún víða á eyrum, og er þar mjög grunn, svo að kæliflöturinn er ])á tiltölulega mikill miðað við vatnsmagnið. Bakkar eru þar og viða lágir svo vindur nær vel að vatninu. Verður þvi krapmyndun þar ör, ])egar veðurskilyrði eru lil ])ess. Þegar ána byrjar að krapa ofan til og rennslið tekur að þverra á eyrum fyrir neðan, koma þær upp úr og klaka jafnóðum. Krapið vex þá hratt niður eflir ánni og þurrðin einnig. Svo þegar rennslið tekur að jafnast aftur eftir nokkra hríð, flóir ])að út á eyrnar aftur og frýs áfram ofan á klakann, er lyrir var. Illeður þá Hvítá skjótt undir sig, þar sem hún breiðir úr sér, þegar veður- skilyrði eru til þess, en þau eru einkum stormur í frosti. Efsta stíflan mun vera uppi við Hvítárvatn við útrennslið úr vatninu. Þótt Hvítárvatn sé eigi nema fáir ferkm. að flatarmáli,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.