Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 32
134
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Steinþór Sigurðsson:
Um hnegg hrossagauksins.
í Fuglarnir, eftir Bjarna Sæmundsson, Ids. 345, segir svo um
lirossagauldnn: Ystu stélfjaðrirnar beggja vegna eru mjórri
Og stinnari en gerist, og þegar loftið streymir, við flughraðann,
framhjá litrandi vængjunum og milli þessara stinnu stélfjaðra,
setja þær það í sveiflur, sem framleiða hljóð, sem hér á landi er
líkt við hnegg lirossa,“ o. s. l'rv.
I fuglabók Ferðafélags Islands, árbók 1939, hls. 112 til 113
tekur Magnús Björnsson það fram, að til séu þrjár lilgátur um
það, hvernig hrossagaukurinn framleiði lmegg sitt. Ein sé sú,
að hneggið sé framleitl með stélfjöðrunum, önnur sú, að það sé
framleitt með vængjunum og sú þriðja, að hljóðið mvndist í
raddfærunum. Undirritaður hefir tvívegis bæði hevrt og séð
hrossagauk „hneggja“ sitjandi á jörðinni og skal hér nánar greint
frá atvikum þessum.
Árið 1933 var ég að landmælingum á Mývatnsfjöllum. Þann
25. júní var ég upp i Heilagsdal, sem er austan undir Bláfelli.
Var Yernharður Þorsteinssþn, menntaskólakennari í för með
mér. Við tjölduðum nálægt dalnum miðjum, austan undir ás,
sem liggur milli Heilagsdals og Bláfells. Var orðið áliðið dags,
þegar við höfðum tjaldað, en þar sem veður var hjart og stillt,
gekk ég nokkuð upp í ásinn og settist þar niður til þess að gera
riss af landslaginu og þannig flýta fyrir mælingunum daginn
eftir. Hafði ég meðferðis Zeiss kíki (Ijósstyrkleiki 50, stækkun
7 sinnum), sem ég ávalt notaði iil þess að skoða landið i þegar
ég gerði rissuþpdrætti. Mun ég hafa setið þarna alllengi og nær
því lokið verki mínu, jiegar ég varð þess var, að fugl nokkur var
skammt frá mér í hlíðinni. Var fjarlægðin lil lians eillhvað innan
við 20 metrar. Beindi ég kikinum að fuglinum og sá strax að
það var hrossagaukur. Fylgdist ég með honum nokkra stund í
kíkinum. Land var þarna nokkuð gróið, aðallega mosi, en nokk-
uð af blómum og grasi. Skauzt hrossagaukurinn á milli mosa-
hnúskanna.
Skömmu siðar fór liann upp á einn hnúskinn, stóð þar nokkra
stund og lmeggjaði. Gerðist það á þann hátt, að svo var að sjá,