Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 12
Í06
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fljótandi ástandi leðjunnar og um leið lágu hitastigi. Eftir athugun
móbergsins víða á landinu og með tilliti til almennra skilyrða til
glermyndunar, hefi ég komizt að jreirri niðurstöðu, að móbergs-
myndunin íslenzka eigi ekkert skylt við snöggkælingu á yfirborði
jarðar og standi því ekki í neinu beinu sambandi við jökla ísaldar-
innar. Hún orsakast af eiginleikum eldleðjunnar sjálfrar, nefnilega
lágu hitastigi og mikilli vatnsblöndun, sem farið hefir fram áður en
hraunin runnu.
Móberg hefir myndast á ýmsurn tímum í jarðsögu landsins. Við
finnum ummyndað móberg í elztu lögum landsins, við finnum það
frá tíma Surtarbrandslaga, þegar veðrátta var miklum mun heitari
hér en á vorum dögum. Einnig tel ég að móberg hafi myndast eftir
ísöld. En mestur hluti móbergsins myndaðist þó á ísaldartímanum.
í sambandi við það er þess að gæta, að almennt er talið að megin-
hluta þess miljón ára tímabils, sem nefnt er ísöld, hafi veðrátta eigi
verið mun kaldari en nú á tímum og stundum jafnvel hlýrri. Jöklar
skriðu fram og breiddust yfir löndin 4 eða 5 sinnum á þessum tíma,
en þeir stóðu aðeins tiltölulega stutt. í Alpafjöllum ætla menn
þannig, að eiginleg ísöld hafi staðið aðeins þriðja hlutann af þessu
miljón ára skeiði. Móberg, sem myndað, er á ísöldinni getur því hafa
orðið til á íslausu landi og líkurnar mætti telja 2 : 1 fyrir því að svo
hafi verið. Vera má og að mikill hluti hins yngra móbergs sé orðinn
til á íslausu landi. Á hinn bóginn geri ég ráð fyrir, að nokkur hluti
móbergsins hafi myndast undir jöklum, en tel það þó ekki myndað
vegna kælingar frá jöklinum fremur en annað móberg.
Móbergsmynduninni má nú skipta í mismunandi einingar eftir
eiginleikum hraunleðjunnar.
1. Hraunin voru allheit og fínkrystölluðust á jarðaryfirborði.
2. Nokkru lægra hitastig leiddi til þess, að lögin urðu að nokkrum
hluta glerkennd og að nokkru fínkrystölluð og oft ákaflega þykk.
3. Leðjan var enn kaldari og rann fram sem þykk kvoða, er varð
algerlega að gleri. Glerið sundraðist við kælingu vegna misspennu.
4. Áður en yfirborði var náð, varð leðjan að glerbrotum vegna
vatnstaps, og upp rann ýrnist þunnur eða hnausþykkur glerbrota-
grautur. Miðpartur Vífilsfells er t. d. þannig til orðinn. Nokkur hluti
þessa flóðs gat verið vikurgjall og hraunhnullungar, og má sjá sfíkt
flóð rétt við veginn vestan undir Vífilsfelli. Af sama uppruna og mið-
hluti Vífilsfells eru einnig móbergsfellin í Hítardal, enn fremur
Reykjafell við Kolviðarhól, Fagradalsfjall við Hagavatn, svo og Jarl-
hettur, með miklu of hraunmolum, Dyngjufjöll ytri og mörg önnur
fjöll. Líklega er meginhluti móbergsins orðinn til á þennan hátt.