Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 49
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 143 sem flogið er. Með stefnugeislun er átt við, að hægt er að beina há- tíðnishljóðsveiflum í ákveðna átt, líkt og ljós í ljósvörpu. Eyrun nota leðurblökurnar bæði til heyrnar og til miðunar; stefnugeislunin veldur því, að þær geta aðgreint útsenda hljóðið frá bergmálshljóðinu, og að stefnugeislaða hljóðið veldur litlum trufl- unum yfirleitt. Þá eru og líkindi til þess, að eyrun séu útbúin þannig, að dragi úr heyrnarnæmi um leið og leðurblökurnar gefa frá sér rokurnar. Loks er eyrnaumgjörðin þannig, að heyrn leður- blakanna er næmust fyrir hljóðum, sem iberast frarnan að þeim. Tilraunir hafa leitt í ljós, að miðunartækin eru mjög örugg. Ef hindranir verða á vegi leðurblakanna, kunna þær margvísleg ráð, til þess að víkja úr vegi þeirra. Mjög oft leggja þær sarnan hægri væng, en við það snúast þær á bakið og stingast niður rúman meter, áður en þær ná að stöðva sig og snúa við. Venjulega eru leðurblök- urnar í um hálfs meters fjarlægð frá hindruninni, er þær stinga sér. Nú má gera ráð fyrir 8 metra flughraða á sek., og að viðbragðstím- inn sé um 0.1 sek.; sést þá, að leðurblakan er í rúmlega meters fjar- lægð frá hindruninni, er henni berast boðin um hana. Skemmstu takmörk, sem miðunartækin geta starfað innan, eru um eitt fet, og samsvarar þeim, að einn þúsundasti úr sek. líði frá því, að hljóðið er sent, og þar til það berst aftur til eyrna leðurblökunnar. Að mörgu leyti svipar miðunartækjum leðurblökunnar til hinna frægu radarmiðunartækia (radar = radio detecting and ranging), þó með þeim mismun, að leðurblökurnar miða með hátíðnishljóð- bylgjum, en radartækin með raföldum. Radartækin geisla frá sér rokum af raföldum, og berast þær með 300000 km hraða á sek. út í geyminn. Lendi þær á einhverri liindrun, endurkastast þær, og við- tökutækið gefur hindrunina til kynna. Sé tíminn, sem líður frá því að raföldunni var geislað og þar til hún fellur inn í tækið, á ný 1 hundrað þúsundasti hluti úr sek., þá er hindrunin í 1500 metra fjarlægð. Leðurblökurnar nota til miðunar einkum hátíðnistóna með tíðni í kringum 40—50000 sveiflur á sek., og eins og áður getur, senda þær 5—10 rokur á sek., er þær halda kyrru fyrir, en allt að 60 rokur á sek., er þær fljúga. Munu fáu rokurnar vera til viðvörunar um óvini, sem nálgast í allt að 15—30 rnetra fjarlægð. Mörgu rokurnar eru hinsvegar ætlaðar til miðunar á flugi, er um mjÖg skammar fjarlægðir er að ræða, og mjög tíðar miðanir verður að gera til þess að forðast árekstra. Er margt svipað með útbúnaði leðurblakanna og útbúnaði til blindflugs, eins og hann er hafður fullkomnastur í flugvélum nú á dögum. . S. Þ.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.