Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 32
126
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N
Kollstör (C. macloviana D’Urville).
Ferjubakki 26. júlí '44, Ærlækur, Oxarfirði, 29. júlí '44. Túnin. Aðeins fundin á
þessum tveim stöðum; en þar sem hún finnst hór á annað borð, hlýtur hún að vaxa
víðar í héraðinu.
Skriðstör (C. Mackenziei V. Krecz).
Snartastaðir, Núpasveit, 1. ágúst '44. í blautum mýrum nálægt sjó.
Dvergstör (C. glacialis Mackenzie).
Algeng á rannsóknarsvæðinu, þar sem skilyrðj til vaxtar eru fyrir hendi. Virðist
fylgja Móastörinni fast eftir bæði hátt cg lágt. (Lægst fundin 20. m y. s.)
Flóastör (C. limosa L.).
Vesturhúskrókur undan Ærlæk I. ágúst 1941. Víða á nefndum stað.
Gullstör (C. serotina Mérat).
Vesturhúskrókur, Ærlæk, 1. ágúst 1944. Fundin aðeins á einum stað, skammt frá
undanfarandi tegund.
Flæðastör (C. subspatacea Wormskj.).
Snartarstaðir 1. ágúst 1944. f mýrum nálægt sjó. Tegundin er áreiðanlega algengari
en ætlað hefir verið.
Hvítstör (C. bicolor All).
Klifshagaengjar, Öxarfirði. 31. júli 1944. Óx í mjóu belti fram með Sandá.
Skrautpuntur (Milium effusum L.).
Forvöð, 7. ágúst 1944. Og auk þess allmiklu sunnar í gljúfrinu. Víðast óblómgaður.
Hallhöfðaskógur við Jökulsá 8. ágúst 1944. Þar á mörgum stöðum og í blóma.
Hjartatvíblaðka (Listera cordata R. Br.).
Smjörhólsfell, 8. ágúst 1944. Fann aðeins örfá eintök, óblómguð. Forvöð, 7. ágúst
1944. Hallhöfðaskógur 8. ágúst. Sennilega víðar.
Akurarfi (Stellaria graminea L.).
Hafursstaðir, Öxarfirði, 7. ágúst 1944. Túnið. Skinnastaður s. st., 8. ágúst 1944. Túnið.
Hefur á báðum þessum stöðum vaxið í fjölmörg ár. Verður því að teljast ílendur í
Öxarfirði.
Snækrækill (Sagina intermedia Fenzl).
Valþjófsstaðafjall, 3. ágúst 1944. Sandfell, Öxarfirði, 28. júlí 1944. Lítið á báðum
stöðum.
Fjallkrækill (Sagina caespitosa Lge).
Sandfell, 28. júlí 1944. Aðeins eitt eintak fundið í blóma. Þessi fágæta planta er
áður eingöngu fundin í Suður-Þingeyjarsýslu.