Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
jafn miklu kappi og raun var á á friðartímabilinu á milli heims-
styrjaldanna, myndi Þýzkaland liafa orðið að gefast upp löngu fyrr
en ella, vegna beinnar liungursneyðar og skorts á hráefnum. Það
merkilegasta, sem jurtakynbætur Þýzkalands hafa gert, er eflaust
kynbætur úlfabaunanna, sem áður voru aðeins nothæfar sem
áburðarjurtir, en nú eru orðnar hinar prýðilegustu fóðurjurtir.
Úlfabaunirnar bera fræ, sem hafa nær jafn góða eggjahvítu og
sojabaunirnar, en vegna þess að í þeim er mikið af liinu eitraða
kúmaríni, er ekki liægt að gefa þær sem fóður. Það er kúmarín,
sem reyrinn íslenzki ilmar af. Ýmsir ihöfðu reynt að kynbæta úlfa-
baunir, en vegna þess að engir eiturlausir stofnar voru þekktir, var
ekki hægt að kynbæta þæt á grundvelli gömlu aðferðarinnar.
Þjóðverjinn von Sengbusch í Míincheberg ákvað fyrir nær tveim
áratugum að reyna að bæta úr þessum vandkvæðum á grundvelli
þess, sem kallað er stökkbreyting, en það er það nefnt, þegar nýir,
ættgengir eiginleikar verða skyndilega til hjá einhverri jurt. Þegar
slík stökkbreyting hefir orðið til, er hún óbreytileg og erfist óbreytt
til allra síðari ættliða. Stökkbreytingar eru álitnar vera hin fyrsta or-
sök allrar ættgengrar tilbreytni allra lifandi vera. Úrval af handahófi,
oftast að mestu leyti óvitandi, af stökkbreytingum hjá ýmsurn jurta-
tegundum hefir verið einn aðalþátturinn í sköpunarsögu nytjajurt-
anna. En skipulagt úrval stökkbreytinga er aftur á móti kynbótaað-
ferð, sem vísindin hafa aðeins notað í tvo áratugi.
Stökkbreytingar eiga sér stað hjá öllum lifandi verum úti í náttúr-
unni, en þær eru að sjálfsögðu mjög sjaldgæfar samt. Með röntgen-
geislum er hægt að fjölga þeim mjög og eins með ýmsum öðrum
geislum og efnum. Ef þær snerta einhvern sýnilegan eiginleika,
koma þær fljótt í ljós, en þegar einhver ósýnilegur eiginleiki á í hlut,
geta þær leynzt ættliðum saman.
Kynbæturnar á úlfabauninni byggðust á þessari vitneskju vísinda-
mannanna. Það var ekki ósennilegt, að öðru hvoru myndi geta
komið fram úlfabaun, sem er laus við eiturefnið. Von Sengbusch
ákvað að leita þessi eintök uppi, og hann og aðstoðarmenn hans
fundu upp aðferðir til að athuga fljótt, hve mikið er af eiturefni í
hverri jurt.
Enginn veit, hve mörg eintök af úlfabaunum voru athuguð á
þennan hátt í Muncheberg, en þau skiptu eflaust milljónum, því að
leitin tók mörg ár. En hún borgaði sig samt margfalt, því að henni
lauk með sigri von Sengbusch og aðstoðarmanna lians. Þeir fundu
nokkur eintök af úlfabaunum, sem voru eiturlausar, og þær baunir
ganga nú undir nafninu „sætar“ úlfabaunir, „Sússlupinen".
8*