Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 14
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
jökulruðningi. Menn voru sem sagt ekki í neinum vafa um, að þetta
væri jökulruðningur. En hvað kom svo upp úr dúrnum við frekari
rannskóknir? Það, að nú er það sannað mál, að þessir hólar standa
í engu sambandi við jökla, heldur eru þeir leifar gamalla gígtappa.
Þessi ruðningur, sem svo mjög líkist jökuiruðningi, hefir komið
upp úr iðrum jarðar við gos við tiltölulega mjög lágt hitastig.
Alveg sama fyrirbrigðið er þekkt í skozka og færeyska basalt-
inu, sem er nátengt hinu íslenzka bergi. Bæði í Færeyjum og í Skot-
landi er það fullkomlega sannað mál, að sams konar ruðningur og í
Schwaben hefir streymt upp úr jörðunni við gos. Munurinn er að-
eins sá, að í Skotlandi var uppruninn strax svo ótvíræður, að þetta
efni hefir aldrei, svo að ég viti til verið sett í samband við jökla þar.
Nú víkur málinu aftur að íslandi. Ég benti á það, hér á undan, að
vænta mætti harðnaðra leðjustraumslaga innan um móbergið, er
myndast hefðu við svipuð gos og í Lassen Peak. Einnig mætti vænta
þess að lögin hvíldu á fáguðum og rispuðum berggrunni.
Nú sjáum við ennfremur, að við tiltölulega köld gos getur blátt
áfram komið upp úr jörðunni efni í ruðningslög, er iíkst geta jökul-
ruðningi.
Hvernig er nú umhorfs hér á landi í þessu efni?
Það er skemmst frá að segja, að svona ruðningslög eru allvíða í mó-
berginu og á einstaka stað hvíla þau á rispuðum grunni. En þessi lög
hafa verið túlkuð senr jökulruðningur, og ég veit ekki til að menn
hafi nokkurn tíma velt því fyrir sér, að þau kynnu að vera af öðrum
uppruna. Þessi túlkun er þó þegar af þeirri ástæðu ófuilnægjandi, að
hún hefir aldrei verið byggð á smásjárrannsókn bergsins, sem er þó
harla æskilegt þegar ákveða á eðli fornra bergtegunda.
Smásjárrannsóknir fá, að því er mér virðist, illa samrýmst þeirri
kenningu, að þetta berg sé gamall jökulruðningur. En einnig frá
öðrurn sjónarmiðum er hægt að benda á að sú túlkun sá vafasöm, þó
að út í það verði ekki farið hér. Ég get þess aðeins, að ég hefi skoðað
suma þá fundarstaði, sem taldir eru sanna bezt að um fornar jökul-
urðir sé að ræða og hefi ekki getað sannfærzt urn að túlkunin væri
rétt.
Sá grunur hlýtur því að vakna, að margt af því, sem hingað til hef-
ir verið kallaður forn jökulruðningur í móberginu, sé raunar mynd-
un, sem eigi ekkert skylt við jökla, heldur sá fram kominn við gos á
sama hátt og lýst var hér að framan.
Oft hefir verið talið að gosin í Grímsvötnum gæfu ákveðnar bend-