Náttúrufræðingurinn - 1946, Qupperneq 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
125
Jökulsárbrúnni. Er hæð þess víða 4—7 m, og hæstu trén munu vera
um 8,0 m há. Það, sem sérstaklega setur einkennisvip á skóg þenna,
eru liinir hávöxnu og beinvöxnu loðvíðirunnar eða réttara sagt loð-
víðitré (Salix lanata), því að víða eru hríslurnar einstofna og allt að
4,0 m á hæð. Nokkuð mun gert að því að grisja hér kjarrið, enda
her trjáþroskinn það með sér. Þyrfti skógur þessi að vera alfriðaður.
Undirgróður hirkikjarrsins er víða svipaður og heldur fábreyttur.
Helztu ríkjandi tegundir eru: Blágresi, bláberjalyng, beitilyng,
hrútaberjalyng og vetrarlauknr. Minna áberandi eru: Aðalbláberja-
lyng, bugðupuntur, einir, gulmaðra, hálíngresi, livítmaðra, ilm-
reyr, túnvingull og vallhæra.
Auk jress, sem Jiegar hefur verið nefnt, er birki víða að finna í
gljúfri Jökulsár, langt til suðurs, en þó mun hvergi jafnmikið um
það og um 20 km í suður frá Jökulsárbrú, eða í svokölluðum For-
vöðum. Er gljúfrið þar mjög víðfeðma og auðvelt til niðurgöngu.
Hefur áin breytt þarna um farveg fyrir ævalöngu og myndað í gil-
inu 2—3 aflíðandi stalla, sem alþaktir eru myndarlegu birkikjarri.
Hér er skjólasamt með afbrigðum, og mun staður þessi vera einn
hinn fegursti, sem ísland á. Margar birkihríslurnar eru 3 m á hæð,
og reyndist sú hæsta 5,0 m há, með 30 cm stofngildleika, 1,0 m frá
jörðu.
Stórir gulvíðirunnar eru liér einnig nieðal birkisins, sem er sæl-
legt og blaðfallegt. Tveggja og þriggja metra háar reynihríslur voru
hér einnig; stóðu þær með hálfþroskuðum aldinum, er ég kom þar
í fyrstu viku ágústmánaðar.
Um nýj'a fundarstaði nokkurra tegunda á rannsóknar-
svæðinu ásamt athugasemdum.
Tryppanál (Juncus arcticus Willd).
Forvöð, Oxarfirði, 7. ágúst ’44. Mikið. I>að, seni sérstaklega einkennir tegund þessa,
er aldinlögunin. En þar sem þau sérkenni eru ekki ætíð fyrir hendi og ákvörðun
tegundarinnar án þeirra mjög vafasöm, verður enn ekki sagt með vissu, hve úthreidd
hún muni vera hér á landi. F.n út frá margra ára athugunum mínum að dæma, álít
ég hana miklu sjaldgæfari en ætlað liefur verið.
Móastör (Carex rupestris All).
Tegund þessa, sem hingað til hefur verið talin fágæt í Norður-Þingeyjarsýslu scm
og víðar, fanti ég hátt og iágt um allt athugunarsvæðið, þar scm vaxtarskilyrði leyfðu,
alla leið til Forvaða, og allt frá sjávarmáli upþ; í meira en 500 m hæð y. s.
ígulstör (C. echinata Murr);
Einarsstaðir, Núpasveit, 3. ágúst ’44. Mikið. Aðeins fundinn á þcssum eina stað.