Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 50
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Geta íiskarnir geíið frá sér hljóð? „Þegiðu eins og fiskur í sjó,“ sagði einn góðkunningja minna v'ið félaga sinn, þegar lionum þótti ærsl lians ganga fram úr hófi. En hvort er það nú rétt, að fiskarnir í sjónum séu þögulir og hljóð- lausir? Sjómönnum er kunnugt um korrhljóðið í grásleppunni (ropann) og ýl það, sem þorskurinn getur gefið frá sér, þegar hann er kominn á skipsfjöl. Ógætilegt væri þó að draga af þessum dæm- um, sem hvíla á mjög óvenjulegum grunni, víðtækar ályktanir um sönghæfni fiskanna. Á hinn bóginn vitum við með vissu, að ýmsar tegundir fiska geta gefið frá sér hljóð, þegar fiskurinn er niðri í sjón- um eða vatninu, en því efni hef ég gert nokkur skil í bækling, sem ég skrifaði einu sinni undir nafninu „Margt býr í sjónum“. Nú hefir Ameríkumaður nokkur, dr. Christopher Coates, gert tilraunir, til ]>ess að komast lyrir um, hvort fiskarnir geti gefið frá sér hljóð, og fullyrðir hann, að svo sé. Tilraunir hafa verið gerðar á fiskum í sjóbúri, og til þeirra notaðir vatnsþéttir hljóðnemar, sem fisk- arnir hafa verið látnir „tala“ í. Hefir meira að segja tekizt að ná röddinni af hljóðnemanum á grammófónplötu. Coates hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að fiskarnir gefi frá sér hljóð og hafi meira að segja vald til að breyta hljóðinu eftir þeim áhrifum, sem þeir verða fyrir. Séu þeir æstir upp, verða þeir há- værir, þegar þeir borða, heyrist til þeirra lágt en stöðugt hljóð, en þegar þeir eru í sátt við umheiminn og allt leikur í lyndi geta þeir „malað“ eins og kettir. Má því fara að afsanna öfugmælin „Fiskur- inn hefir þögul hljóð“. Á. F. Málmvinnsla úr sjónum. Magnesium-málm má vinna úr sjónum. Til þess ag vinna eitt tonn af magnesium-málmi verður að meðhöndla um 800 tonn af sjó. S. Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.