Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
135
bóginn urðu æ algengari. Þar fengu hvalveiðamennirnir og ríku-
lega launaða dirfsku sína, því að norðan við heimsskautsbauginn
fundu þeir nýja hvalategund, grænlandshvalinn, sem gaf af sér
meira lýsi en nokkur hvalategund önnur. A seytjándu og átjándu
öld héldu miklir hvalaveiðiflotar árlega norður á bóginn. Voru það
einkum Frakkar, Hollendingar, Bretar og Norðurlandabúar, sem
stunduðu þessar veiðar. Sum skipin bræddu lýsið í landi á eyjunum
Svalbarði, Jan Mayen og Bjarnarey, en önnur skáru spikið niður og
söltuðu í tunnur, og var það brætt, þegar heim var komið.
Snemma á átjándu öld tók hvalaveiðunum í norðurhöfum að
hraka mjög, því að grænlandshvalurinn var þá orðinn mjög sjald-
séður, og það var aðeins hið háa verð á skíðunum, sem liélt veið-
unum uppi. Að lokum lögðust þær alveg niður, er krínólínan hvarf
úr sögunni og stálfjaðrir komu í stað skíðanna í mjaðmabeltum
kvenna. Getur varla heitið, að sléttbakar hafi verið veiddir síðan
í norðurhöfum.
Við austurströnd Bandaríkjanna gerðist sama sagan á sviði hval-
veiðanna á átjándu öld, en þar voru jöfnum höndum stundaðar
sléttbaksveiðar í norðurhöfum og búrhvelisveiðar í tempruðum höf-
um og hitabeltishöfum. A fyrri helmingi nítjándu aldar fóru miklar
flotar bandarískra livalveiðiskipa víða um höf, en borgarastyrjöldin
og þróun jarðolíuvinnslunnar kipptu fótunum undan hvalveiðum
Bandaríkjamanna, og lögðust þær að fullu niður á fyrsta tug þess-
arar aldar. Á síðara helmingi nítjándu aldar urðu leiðangrarnir æ
lengri og urðu allt að fimrn ára útivistum. Voru í þeim stundaðar
jöfnum höndum sléttbaksveiðar í norður- eða suður-höfum, Atlants-
hafsmegin eða Kyrrahafsmegin, auk langra ferða um hitabeltisliöfin
á búrhvelisveiðum. í þessurn löngu veiðiferðum tóku Bandaríkja-
menn upp á því að bræða lýsið um borð á skipunum, og tóku brátt
hvalveiðimenn annarra þjóða upp þá nýbreytni þeirra. Til bræðsl-
unnar voru notaðir uppmriraðir katlar á þilfari, og var kynt með
úrgangsspiki, sem búið var að bræða lýsið úr. Þrátt fyrir eldhættu
þá, sem því hefir verið samfara að bræða svo eldlimt efni um borð
á tréskipum, urðu þó engir óeðlilega miklir skipsskaðar vegna elds-
voða.
Hvalveiðarnar voru stundaðar með því að kasta skutlum frá smá-
veiðibátum, sem rennt var niður frá móðurskipunum. Voru veið-
arnar takmarkaðar við fáar hvalategundir, einkum sléttbaka og búr-
hveli, því að það eru einu hvalategundirnar, sem fljóta, þegar þeir
eru drepnir.
Á árunum í kringum 1860 hafði norski hugvitsmaðurinn Svend