Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 20
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kynbætur geta brúað höf og skapað stofna, sem allur heimurinn nýtur góðs af lengi. Hveitistofninn, sem lagði grundvöllinn að allri vorhveitirækt Kanada, er uppnunnin frá Galisíu í Póllandi. Þaðan fluttist hann til Þýzkalands, og frá Þýzkalandi til Skotlands. Og frá Skotlandi kom hann til Kanada um miðja síðustu öld. Það var David Fife, bóndi við Otonabee í Ontario-fylki í Kanada, sem fékk fyrstur allra þetta hveiti frá Skotlandi. Einn kunningi hans í Glasgow sendi honum nokkrar lúkur af hveiti, sem átti að vera vorhveiti. Hann sáði því um vorið, en þá kom í ljós, að þetta var hausthveiti, sem blómgast fyrst árið eftir sáninguna. En upp af einu korni spratt þó vorhveiti, sem dafnaði og þroskaðist sama sumar. Fife tók kjarnana og geymdi þá til sáningar næsta vor, og eftir nokkur ár gat hann selt nágrönnum sínum útsæði af því líka. Þessi nýi stofn var kallaður Red Fife, vegna þess að öxin báru vissan rauðleitan blæ, og hann lagði undir sig allt Kanada og meginhluta hveitiakranna í Bandaríkjunum á nokkrum áratugum. Red Fife var bezti vorhveitistofn, sem til var í heiminum, en samt voru bændur ekki fyllilega ánægðir með hann. Hann þroskað- ist of seint og þoldi ryðsjúkdóma illa. Þess vegna var byrjað á hveiti- kynbótum í Kanada um aldamótin síðustu. Fyrsti árangur þeirra var Marquis-hveitið, sem olli byltingu í allri hveitirækt heimsins. Það þroskaðist fljótt og flýði á þann hátt ryðsjúkdómana, en gaf auk þess mjög mikið af sér af prýðilegu mjöli. Það var konungur hveitisins í þrjátíu ár, ræktað meir en nokkur annar hveitistofn fyrr eða síðar. Árið 1928 var talið, að það gæfi af sér árlega í Kanada sem svaraði 100,000,000 dollara meir en Red Fife myndi hafa gert, ef hann hefði verið ræktaður á sama svæði. Og þó kostuðu kynbæt- urnar á Marquis aðeins nokkur þúsund dollara. Þótt Marqnis væri góður, var hann ekki fullkominn. Kynbæt- urnar liéldu áfram, og nú hafa nýir stofnar rutt honum úr vegi að mestu leyti. Og þeir eru á allan hátt betri en konungur hveitis- ins var. Jurtakynbætur Þýzkalands voru miðaðar við að gera landið sjálfu sér nægt, þegar til stríðs kæmi. Þar var unnið af miklu kappi við kynbætur á fóðurjurtum allra tegunda, sem og eggjahvítujurtum til manneldis, jarðarávöxtum, korni og aldintrjám. Að ógleymdum ólíujurtunum, sem áttu að gefa landinu næga feiti til matar og iðn- aðar. J urtakynbæturnar voru aðallega reknar í Miincheberg austan við Berlín sem og í Halle við Saale. Því hefir verið haldið fram með sterkum rökum, að ef þessar kynbætur hefðu ekki verið reknar af

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.