Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 20
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN kynbætur geta brúað höf og skapað stofna, sem allur heimurinn nýtur góðs af lengi. Hveitistofninn, sem lagði grundvöllinn að allri vorhveitirækt Kanada, er uppnunnin frá Galisíu í Póllandi. Þaðan fluttist hann til Þýzkalands, og frá Þýzkalandi til Skotlands. Og frá Skotlandi kom hann til Kanada um miðja síðustu öld. Það var David Fife, bóndi við Otonabee í Ontario-fylki í Kanada, sem fékk fyrstur allra þetta hveiti frá Skotlandi. Einn kunningi hans í Glasgow sendi honum nokkrar lúkur af hveiti, sem átti að vera vorhveiti. Hann sáði því um vorið, en þá kom í ljós, að þetta var hausthveiti, sem blómgast fyrst árið eftir sáninguna. En upp af einu korni spratt þó vorhveiti, sem dafnaði og þroskaðist sama sumar. Fife tók kjarnana og geymdi þá til sáningar næsta vor, og eftir nokkur ár gat hann selt nágrönnum sínum útsæði af því líka. Þessi nýi stofn var kallaður Red Fife, vegna þess að öxin báru vissan rauðleitan blæ, og hann lagði undir sig allt Kanada og meginhluta hveitiakranna í Bandaríkjunum á nokkrum áratugum. Red Fife var bezti vorhveitistofn, sem til var í heiminum, en samt voru bændur ekki fyllilega ánægðir með hann. Hann þroskað- ist of seint og þoldi ryðsjúkdóma illa. Þess vegna var byrjað á hveiti- kynbótum í Kanada um aldamótin síðustu. Fyrsti árangur þeirra var Marquis-hveitið, sem olli byltingu í allri hveitirækt heimsins. Það þroskaðist fljótt og flýði á þann hátt ryðsjúkdómana, en gaf auk þess mjög mikið af sér af prýðilegu mjöli. Það var konungur hveitisins í þrjátíu ár, ræktað meir en nokkur annar hveitistofn fyrr eða síðar. Árið 1928 var talið, að það gæfi af sér árlega í Kanada sem svaraði 100,000,000 dollara meir en Red Fife myndi hafa gert, ef hann hefði verið ræktaður á sama svæði. Og þó kostuðu kynbæt- urnar á Marquis aðeins nokkur þúsund dollara. Þótt Marqnis væri góður, var hann ekki fullkominn. Kynbæt- urnar liéldu áfram, og nú hafa nýir stofnar rutt honum úr vegi að mestu leyti. Og þeir eru á allan hátt betri en konungur hveitis- ins var. Jurtakynbætur Þýzkalands voru miðaðar við að gera landið sjálfu sér nægt, þegar til stríðs kæmi. Þar var unnið af miklu kappi við kynbætur á fóðurjurtum allra tegunda, sem og eggjahvítujurtum til manneldis, jarðarávöxtum, korni og aldintrjám. Að ógleymdum ólíujurtunum, sem áttu að gefa landinu næga feiti til matar og iðn- aðar. J urtakynbæturnar voru aðallega reknar í Miincheberg austan við Berlín sem og í Halle við Saale. Því hefir verið haldið fram með sterkum rökum, að ef þessar kynbætur hefðu ekki verið reknar af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.