Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 3
Thorolv Rasmussen:
Er íslenzka Norðurlandssíldin
söm norsku vorsíldinni
Árni FriSriksson íslenzkaði
Höfundur ritgerðar þeirrar, er hér fer á eftir, er norski fiskifræðingurinn Thorolv
Rasmussen, en hann hefur nú fcngizt við rannsóknir á síld í samfleytt 38 ár. Einkum
hefur hann lagt stund á aldursákvarðanir á síld, eftir hreistrinu, og hefur hann kostað
mjög kapps um að lesa uppruna síldarinnar og æviferil hennar út úr hringunum í
hreistrinu. Má óhætt fullyrða, að í þessari grein sé hann einn af allra færustu rnönn-
um, sem nú eru uppi.
Eftir að Fiskideildin var stofnuð, voru lögð drög að sem nánastri samvinnu við
Norðmcnn um sildarrannsóknir. Hefur sú samvinna verið liin prýðilegasta, enda
höfum við jafnan átt góðan hauk í horni, þar senr Rasmussen er. Einn mikilvægasti
þáttur samvinnunnar hefur verið samræming norskra og íslenzkra rannsóknaraðferða,
og höfum við þar mjög lagað okkur eftir Norðmönnum, þar senr þeirra sfldarrann-
sóknir eru grónar og gamlar, en okkar enn ungar að árum. Liður í þessu samstarfi
var heimsókn Rasmussens hingað og dvöl hans á Siglufirði sumarið 1918.
Ritgerð þessa lief ég þýtt nreð leyfi höfundar, en hún á að birtast innan skamms í
Annales Biologiques, sem er eitt af málgögnum Alþjóða-hafrannsóknanna.
Staddur á Siglufirði, 22. júlí 1948
Arni FriÖriksson.
Norska vetrarsíldin grípur yfir bæði stórsíldina og vorsíldina.
Stórsíldin gengur fyrst upp að ströndinni, fer að ganga í janúar.
Hún tekur land á svæðinu frá Sogni og Fjörðunum að sunnan allt
til Þrændalaga að norðan. Er hún þá full af lirogmim og sviljum.
Vorsíldin myndar aðalgotstofninn. Hún gengur vanalega upp að
SV-ströndinni, einkum á svæðinu norðan frá Bömmeleyju suður að
Egersundi.
Vorsíldarveiði Norðmanna fer fram í febrúar — marz. Síldin er
þá að hrygna. Aðalgöngurnar virðast koma upp að ströndinni
kringum eyna Utsira, enda hefst veiðin þar venjulega.
10