Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Gerð hreistursins (Skjellkarakteren). Ef við berum sarnan gerð hreistursins áf norsku síldinni og Norðurlandssíldinni, finnum við þar mikið svipmót, bæði um vöxtinn (fjarlægðina á rnilii vetrar- hringanna) sem og um útlit vetrarhringanna. Eftir gerð hreistursins á norsku síldinni getum við skipt henni í norðlægt og suðlægt af- Itrigði, en bæði þessi afbrigði finnum við einnig í Norðurlands- síldinni. Um það viljum við ræða nánar síðar. Árgangarnir í sildarstofninum. Árangur fyrri rannsókna virtist ekki benda til þess, að mjög náið samræmi væri um árgangaskipun í stofnunum, enda þótt svo kynni að virðast sum árin. Á L mynd er sýnd aidursdreifing vorgotssíldar, sem veiddist við Noreg, ísland, Jan Mayen og í Grænlandshafi. Myndin sýnir, að um mikinn mismun er að ræða, ef við berum saman norsku og íslenzku síldina. í íslenzku síldinni ber mest á árganginum frá 1918 á árabilinu f'rá 1929 til 1933. Árið 1935 er árgangur þessi orðinn 17 vetra og er þá að fjara út. Á sarna árabili er árgangur þessi reyndar einnig sterkur í norsku síldinni, en liann er þegar kominn á fallandi fót 1929, og verða yngri árgangar honum þá yfirsterkari. í íslenzku síldinni ber mest á gömlum fiski, en í hinni norsku er yngri fiskur yfirgnæfandi einmitt sömu árin. í báðum sýnishornunum frá Jan Mayen, en þau eru frá árunum 1930 og 1931, gætir nokkurs samræmis við norska stofninn, þegar um yngri liskinn er að ræða, en sýnisliornið úr Grænlandshafi bendir frekar á samræmi milli síldarinnar þar og íslenzku síldar- innar. í riti sínu um íslenzku síldina 1936 kemst Sven Runnström m. a. svo að orði:* ** „Samt virðist vera munur á aldri fullorðnu síld- arinnar 1 stofnunum, og hann er þannig, að íslenzka síldin er yfir- leitt eldri og árgangarnir endast lengur í aflanum, en þegar um norsku síldina er að ræða.“## Með rannsókn á ýmsum líffæralegum sérkennum komst A. C. Johansen (1919, 1926) að þeirri niðurstöðu, að norska og íslenzka síldin séu mjög skyldar, og lagði hann til, að báðir stofnarnir yrðu * Sven Runnström: Investigations on Icelandic Herring in 1929—1935. Rapp. et Proc.-Verb. Vol. XCIX, 1936. ** „There seems, however, to be a difference in regard to the recruiting of the shoals of adult fish from those of the young herrings, viz. that the Icelandic herrings appear in the shoals of adult herrings at an older stage and thereforc also decimatc Jater than is the case with Norwegian herrings,"

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.