Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 12
15-1
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
síldarinnar, en hin slitna hinnar norsku. Við finnum liér svo full-
komið samræmi, að það ætti ekki að vera neinn vafi á því, að um
sömu síldina sé að ræða.
Á 5. mynd er sýnt sams konar samræmi við samanburð síldar
úr árganginum frá 1940. Línuritin þar sýna ársvöxtinn, eins og
gert var á 4. mynd, en hér er aðeins að ræða um hreistur af suðlægu
gerðinni. Hér er reyndar ekki að ræða um vaxtarsérkenni eins og
á síld úr árganginum frá 1937, en samræmið leynir sér ekki þrátt
fyrir það. Þó má benda á, að íslenzka síldin virðist liafa skilað ofur-
lítið betri vexti en sú norska þegar á 1. ári, og það kynni að geta
bent til þess, að um aðrar upprunastöðvar gæti verið að ræða.
Langanessíldin veiddist um miðjan ágúst. Þar ber mest á ís-
lenzkri sumargotssíld og þeirri gerð af vorgotssíld, sem Á. Friðriks-
son liefur nefnt b-síld (sjá rit hans: Norðurlandssíldina). Á þriðju
mynd er gerður samanburður á aldursdreifingu þessarar síldar,
Norðurlandssíldarinnar, og norsku vetrarsíldarinnar. Það er greini-
legt, að hér er einkum á ferðinni sumargotssíld, enda er gerð lneist-
ursins öll önnur en á vorgotssíldinni, eins og áður hefur verið rætt.
Hryggjarliðafjöldinn er að meðaltali 56.96, og kemur það vel heim