Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 14
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121. Norðurlandssíldin hefur því hlutfallslega lægri hryggjarliða- fjölda en norska vorsíldin eins og Runnström hefur bent á, en liann telur, að hryggjarliðafj. ísl. síldarinnar sé í betra samæmri við Jir.fj. norskrar stórsíldar, sem veiðist norðan Björgvinjar. Höfundur þessarar ritgerðar hefur einnig bent á það sama í ritgerð, sem birtist 1938 („To stammer innenfor den norske vintersild"). Um hryggjarliðafjölda síldarinnar, en hann er vanalega táknaður sem meðaltal úr blönduðu sýnishorni, vil ég taka j)etta frarn: Hryggjarliðirnir myndast, þegar fiskurinn er enn mjög ungur, á lirfustiginu, og ræðst fjöldi hryggjarliðanna að nokkru leyti af eðlisháttum sjávarins á staðnum. En nú vitum við, að eðlishættirn- ir (t. d. sjávarhiti) geta tekið breytingum frá ári til árs. Af því ætti aftur að vera ljóst, hve mikilvægt það ætti að vera að bera saman hryggjarliðafjölda árganganna í stað þess að leggja til grundvallar heilt, blandað sýnishorn, er grípa kann yfir 13—14 árganga eða jafnvel fleiri. í ritgerð sinni um Norðurlandssíldina, dregur Árni Friðriks- son fram nokkrar staðreyndir, er mæla með því, að síld þessi hrygni við Noreg. Hann segir (bls. 333): ,,Við höfum þegar komizt að raun um, að eigi er hægt að greina Norðurlandssíldina frá stórsíldinni og vorsíldinni norsku eftir einkennum þeim, sem notuð eru til að- greiningar síldarkynja (hr.fj. o. s. frv.). Norðmenn vita raunverulega ekki, hvar síldin þeirra er á sumrin, og við vitum ekki, hvar okkar síld hrygnir. Þessar ráðgátur leysast báðar sjálfkrafa, ef við göngum inn á þá skoðun, að hér sé að ræða um einn og sama stofn, því ef við gerum ráð fyrir, að Norðurlandssíldin lirygni við Noreg, verður okkur auðvelt að gera grein fyrir göngurn hennar sem og göngum norsku síldarinnar. Það er staðreynd, að vorgotssíld hefur fundizt í hafinu milli Jan Mayen og Noregs, kringum Jan Mayen og vestur í Grænlandshafi. Það er mikill munur á aldurssamsetningu síldar- innar á þessum slóðum, og það er Vert að veita því athygli, að síldin í Grænlandshafi er jafnfrábrugðin íslenzku síldinni og íslenzka síldin er þeirri norsku. Það virðist vera regla, að aldur síldarinnar fari hækkandi, þegar leitað er frá austri til vesturs. Á hinn bóginn finnum við eftirtektarvert samræmi, þegar um árgangaskipunina er að ræða, nema helzt þegar Grænlandshafssíldin á í hlut, því hún virðist yfirleitt miklu eldri en öll hin síldin. Þessari staðreynd verð- ur eigi komizt fram hjá frekar en þeirri, að um náið samræmi er að ræða um árgangaskipun norsku síldarinnar og Norðurlandssíldar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.