Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 17
Ingólfur Davíðsson: Ösp og rós fundnar við Fáskrúðsfjörð Sumarið 1948, 7.—12. ágúst, skoðaði ég gróður á norðurströnd Fáskrúðsfjarðar og í Daladal og Tungudal inn af botni fjarðarins. Þar er víða fjölskrúðugt gróðurfar og miklu gróðursælla en sunnan fjarðar. Á Gestsstöðum er hnéhátt til metrahátt kjarr í hlíðurn. Þar fann sonur bóndans, Sigmundur Eiríksson, kynlega kvisti fyrir fjór- um árum. Minntist hann þessa nú og vísaði mér á staðinn. Reyndist þetla vera blceösp (Populus tremula). Sá ég 30—40 plöntur, lágar og hálfjarðlægar. Hin liæsta var um 50 cm, en flestar 20—30 cm. Blað- breidd 3—4 cm að jafnaði, en rnest 5 cm. Öspin vex innan um lmé- Iiátt birkikjarr í halli einu, sem nefnist Viðarhraun, og við það. Meðan skógarhögg var stundað í hlíðinni, var venja að flytja við ])angað í kesti. Hallið er við læk spölkorn upp og út af Gestsstöðum, skammt innan við framhrun mikið úr fjallinu allgamalt. Talsverð skál er í ijallið þar, sem framhrunið á upptök sín. Sennilega eru skálar í fjöllum allvíða myndaðar við framhrun. Stór grár steinn, sem sést frá bænum, stendur á hallinu innan við öspina. Aðalundirgróður í kjarrinu er aðalbláberjalyng, bláberja- lyng, blágresi og hrútaberjalyng. Þegar farið var að skoða öspina, sagði húsmóðirin, að sig minnti, að liún hefði séð hana víðar í ldíð- inni. Reyndisl það geta verið rétt. Guttormur Pálsson skógarvörður á Hallormsstað fór í asparleit síðar um sumarið og fann þá öspina á öðrum stað í hlíðinni. Hér á landi hefur blæösp áður aðeins fundizt við Garð í Fnjóskadal. Bendir nýi fundarstaðurinn til þess, að öspin hafi vaxið hér á landi frá ómunatíð. Verður hún sennilega friðuð, og ætti þá að geta tognað úr henni. í ráði mun vera að girða og friða talsverðan kjarrblett í Gestsstáðahlíð. Kjarrið virðist álitlegast inn við landamerki Hóla-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.