Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 20
162
NÁTTÍJRUFRÆÐINGURINN
gerðis. Þar eru hæstu hríslur um 2 m á hæð. Undirgróður er aðal-
lega bláberja- og aðalbláberjalyng, hrútaberjalyng, blágresi, bugðu-
puntur, reyr og reyrgresi. Loðvíðiblettir eru sums staðar og beili-
lyng í jöðrum.
í Hólagerði vex kjarr og loðvíðir alveg lieirn að túni. Þar var mér
sagt frá þyrni, sem jrar lielði lengi vaxið. Reyndist hann vera þyrni-
rós (Rosa pimpinellifolia). Rósin er lágvaxin og hefur ekki blómgazt,
svo að kunnugt sé. Vex hún í túnjaðrinum á hæðarhrygg innan um
gras, bláberjalyng, loðvíði og birkikjarr. Hryggurinn með rósinni
nær alllangt upp fyrir túnið. Heitir þar í Hrossadal. Austanlands
hefur rósin áður fundizt á Kollaleiru við Reyðarfjörð og á Skeggja-
stöðum á Fljótsdalshéraði.
Hrossadalur nær upp að fjalli. Hann er grunnur með hamra
fjallsmegin. Á dalnum er kjarngott land, og mun þar sums staðar all-
snjóþungt á vetrum. Þar er lágt birkikjarr, loðvíðibreiður og mikið
af berjalyngi, lilágresi og geithvönn. í klettunum vaxa sigurskúfur,
liðfætla, klettafrú (og sennilega bergsteinbrjótur). 1 bergrifum var
nrikið af einkennilegum röndóttum köngulóm, sem sátu í sterkum
vef eða skriðu í berginu. Þær eru stórar, framfótalangar, þverrönd-
óttar, einknm á fótum, svartar og grágular með málmgljáa'. Á baki
eru þverrákir og dílar. Seinna sá ég þessar ,,tígurlær“ víða í kjarri í
Fáskrúðsfirði. Hef aðeins séð eina slíka könguló áður, og var það
austur á Síðu árið 1939.
Fjöllin við Fáskrúðsfjörð eru brött og skriðurunnin hið efra.
Hallast hamrabeltin talsvert inn eftir. Við innanverðan fjörðinn ern
fjöllin nijög sundurrifin með hvðssum tindum og kömbum. Skaflar
lágu þar sums staðar. Hátt í Gestsstaðafjalli sá ég lotsveifgras (Poa
Jaxa, flexuosa), snœnarfagras (Phippsia algida), dvergs'.ör (Carex
glacialis), fjallliæru (Luzula arcuata) og jöklasóley (Ranunculus
glacialis). í Tungunesi inn af firðinum eru allmiklar engjar. Þar
vex marstör (Carex salina var. kattegatensis), skriðdepla (Veronica
scutellata) og enn fremur flceðastör (Carex subspathacea) í efjunni
við fjarðarbotninn.
í kaupstaðnum á Búðum eru nokkrir trjágarðar. í garði Björg-
vins Þorsteinssonar eru t. d. reynir, silfurreynir og barrfellir 19 ára
gamlir og 7 m á hæð. Hjá Hirti Pálssyni er einnig 7 m hár reynir.
í garði Marteins kaupmanns eru lagleg birkitré, reynir, þingvíðir,
gulvíðir og ribs. Við Sunnuhvol eru 4 reynitré 7—8 m há. Auk þess