Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 22
164
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
an. í Tungu er t. d. mikil nýrækt í nesinu neðan við brekkurnar.
Þar hvería sáðgrösin fljótt, og skriðlíngresi kemur í staðinn. Var.þar
mjög loðið og lieygott.
Lítið er um vatnagróður, nema Iielzt í Tungunesi. Þar vaxa mó-
grafabrúsi, síkjamari, lónasóley, grasnykra, þráðnykra, fjallnykra,
vatnsnál og lófótur í tjörnunum. Fjörugróður er fátæklegur. Mrím-
blaðka, fjöruarfi og blálilja vaxa hér og hvar, en lítið af jreim
Skarfakál sést á stangli í gjám og klettum við sjóinn.
Alls sá ég 243 tegundir blómjurta og byrkninga í Fáskrúðsfirði
(auk slæðinganna). Fjörðurinn er fjölskrúðugur um gróðurfar, þrátt
fyrir nafnið.
Surtarbrandur í Vörðufelli
Síðastliðið vor sýndi Loftur Bjarnason á Iðu í Biskupstungum mér sýnishorn af
surtarbrandi, er hann kvaðst hafa fundið þá fyrir skömmu í læk eimtm allofarlega í
hlíðum Vörðufells að norðaustanverðu. — Lagði ég svo leið mína þangað nokkru síðar
og fann brátt staðinn, þar sem brandurinn er. Hafði laékjarvatnið nýlega grafið sig
þarna niður, nokkru dýpra en áður, og þá hafði surtarbrandurinn komið í ljós. Er
hann aðeins sýnilegur á örlitlu svæði, þvert yfir gilfarveginn, og er í tveimur iögum,
aðskildum af um 10 cm þykku, gráu leirlagi. Neðra lagið virðist mjög þunnt, en hið
efra, sem er allmiklu þykkara, er 10—12 cm. Bæði lögin eru greinilega lagskipt og
klofna auðveldlega í þunnar flögur.
Surtarbrandslög þessi eru að líkindum hvergi þykk, né mikil ummáls. En þar sein
þctta mun vera í fyrsta skipti, sem slík lög finnast hér sunnanlands, taldi ég rétt að
gcra grein fyrir fundi þessum.
Helgastöðum, 1. janúar 1949,
pypór Erlendsson.