Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 29
NATTÚRUFRÆÐINGURINN 171 Margt er enn á huldu um ættaskipun og skyldleika jurtanna. Skulu nefndar tvær kenningar eða stefnur. Samkvæmt annarri eru krónublaðalaus blóm í reklum, t. d. blóm birkisins, frumstæð. — Hin kenningin telur opin, lausblaða blóm, t. d. sóleyjablómin, forna og frumstæða gerð. Engler t. d. fylgir fyrri kenningunni og telur birkiættina elztu greinina á ættartré blómjurtanna. Á liinn bóginn hefur lengi verið talið víst, að blómin séu ummynduð blöð, löguð sérstaklega til að gegna fjölgunarhlutverkinu. Ef það er rétt, mætti ætla að sóleyjablómin séu frumstæð að gerð, því að þau eru alveg lausblaða, bikarblöð, krónublöð, fræflar og frævur. Blómjurtum er skipað í tvær miklar fylkingar: berfrævinga og dulfrævinga. Berfrævingafylkingin er miklu minni, og teljast ein- göngu til hennar tré og runnar, t. d. barrtrén. Egg berfrœvinganna sitja á opnum fræblöðum. Frjóið berst með vindinum beint á eggin. Skotinn Robert Brown uppgötvaði fyrstur, live mikilvægt atriði þetta er. Köngulpdlmar (Cycadinae) eru taldir frumstæðastir. Þeir hafa frjókorn, sem geta hreyft sig. Ginkgó- eða Venusartréð liefur sams konar frjó. Japanskur grasafræðingur upp- götvaði það einkenni árið 1897. Vakti það hina mestn undrun og atliygli. Venusartréð er ævaforn tegund, sem lifað hefur síðan á permtímabilinu á fornöld jarðsögunnar. Nú vex það ekki villt lengur, en er ræktað við kínversk musteri og víðar. — Einir er eini íslenzki berfrævingurinn, en fura, greni og barrfellir eru dálítið ræktuð hér á landi. — Miklir barrskógar eru í norðanverðri Evrópu, Asíu og Ameríku (barrskógabeltið). Dulfrœvingar varðveita eggin í lokuðu egglegi. Dulfrævingastofn- inn ber tvær miklar greinar einkímblöðunga og tvíkímblöðunga. Blöð einkímblöðunga eru venjulega beinstrengjótt, oft heilrend, löng og mjó, blómin þrídeild (eða sexdeild). Grös, hálfgrös, liljur, brönugrös, pálmar o. fl. eru einkímblöðungar. Blöð tvíkímblöð- unga eru venjulega ’fjaðurstrengjótt eða handstrengjótt, blómin iimmdeild eða fjórdeild. Sóleyjar, fíflar og flest önnur skrautleg íslenzk blóm eru tvíkímblöðungar (heilkrýningar, lauskrýningar, vankrýningar). Hutcliinson (1926 og 1934) og ýmsir fleiri skipta tvíkímblöðungum í trjádeild og jurtadeild (Lignosae og Herbaceae). Tii trjádeildarinnar eru þá taldar trjáaættir og einnig sumar jurtir, ef fullvíst þykir, að þær séu komnar af trjám eða runnum. En í jurtadeildina er skipað jurtum og jafnvel trjám, sem kornin eru af jurtkenndum forfeðrum. Birkiættin, rósaættin, ertublómaættin,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.