Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1948, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 175 nokkrum uppsprettum var liiti mældur daglega í 1/> mánuð. Gerðar voru líffræðilegar athuganir á algengustu tegundum (Spirogyra, Vaucheria o. f].). Þqrungagróðri svæðisins verður lýst. Áhrif jarð- liita og jarðvegs voru sérstaklega athuguð. 30 tegundir þörunga voru kurrkaðar til efnagreiningar. í 30 sýnishornum voru athugaðar peroxýdatískar efnabreytingar og próteólýtískar í 10. Auk jtessa voru gerðar nokkrar lífeðlisfræðilegar rannsóknir: Mældur vöxtur sex stöngulplantna í fjórar vikur samffeytt og út- gufun sex plantna. Efni var safnað til krómatógrafískrar greiningar. Þörungarannsóknirnar náðu m. a. til þessara stöðuvatna: Reyðar- vatns, Uxavatns, Brunnavatns, Litla Brunnavatns, Sæluhústjarnar og tjarna(r) í Kvígindisfelli. 2. Sveppir. — Z. Urban. — Safnað var sveppum og áthuguð út- breiðsla þeirra með tilliti til liæðar y. s. Einkum voru atliugaðir sótsveppir og ryðsveppir. Að því, er þegar verður séð, fundust jressar tegundir nýjar á Islandi: Chrysomyxa empetri, Melampsora saxi- fragae, Gymnoconia Peckiana, Puccinastrum. sparsum, Puccinia ace- tosae, Marasmius androsaceus, Leptoglossum retirugum, Thelephora radiata og Stropliaria aeruginosa. Gerðar voru athuganir og mælingar á nokkrum vaxtarstöðum ryðsveppa og nákvæmlega athuguð gróðurfél'ög jteirra og dreifing. 3. Flétlur. — Z. Cemokorský. — Safnað var fléttum af ýmiss konar undirlagi, einkum Jreim, sem vaxa á steinumog jarðvegi, en bó einnig hinum, sem vaxa á öðrum plöntum. Sérstaka athygli vakti fléttugróðurinn í fuglahjörgum ög skófir á steinum í flæðarmáli. Nokkru var safnað af þessum skófum, en um þær á íslandi hefur ekkert verið birt áður. Athuguð voru áhrif hæðar y. s. á Solorina crocea, S. bispora, S. saccata og Thamnolia vermicularis, bg áhrif jökla voru athuguð á skeri einu í Þórisjökli. Auk þess safnaði Cernohorský fræi til nánari íannsókna heima og til tilrauna við garðyrkju. 4. Mosar. — Jan Smarda. — Mosategundir voru greindar og rann- sökuð gróðurfélög mosanna á Kaldadalssvæðinu. Fyrsta sinni á ís- landi fundust Lophozia gracilis, Brachytliecium illecebrum o. fl. Gróðurfélag mosanna var athugað, éinkum á inýrurn og í fannabæl-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.