Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177 í Skagafirði náðist liri'a dægurflugunnar Cloeon praetexturn, og tókst að láta hana þroskast í subimago (næsta þroskastig á nndan imago, sem er fullorðið dýr). Þessi tegund verður rannsökuð nánar. [Síðar kváðu leiðangursmenn hafa fnndið þessa tegund hjá Strönd á Rangárvöllum.] 9,—10. Landliðdýr. — J. Slípka. —- Slípka lagði sérstaklega stund á að safna tvívængjum. Samt fann hann á Kaldadalssvæðinu aðeins urri y4 þeirra tegunda, sem vitað er um á íslandi, en nokkrar, sem ern mjög líklegar til að reynast nýjar á íslandi eða jafnvel með öllu óþekktar áður. Mest var sótzt eftir að athuga mý. Allmiklu var safnað af bjöllum. Rannsökuð voru áhrif míkróklíma á lifnaðarhætti mýsins og samfélag þess við aðrar lífverur. J. Brédk. — Bréák safnaði á Kaldadalssvæðinu: fiðrildum, æð- vængjum, skortítum, stökkmori, köngurlóm og dýralusum, en lagði mesta stund á að safna fiðrildum, náði h. u. b. 46% af öllum teg- undum, sem áður hafa fundizt á íslandi. Ættkvíslin Cidaria (af henni er birkifiðrildið) verður rannsökuð sérstaklega. Af æðvængj- um var safnað tveimur vængjalausum tegundum (e. afbrigðum), og önnur þeirra mun ekki hafa fundizt fyrr á landinu. 11. Fuglar. — Z. Kluz. — Fuglalíf svæðisins var rannsakað, einkum í nágrenni Biskupsbrekku og við Reyðarvatn, og mælingar gerðar á um 25 tegundum. Athugað var hreiðurlíf J^essara fugla: kríu, sand- lóu, heiðlóu, óðinshana, hrossagauks, straumandar, grátittlings, spóa, rjúpu, lóms og máríuerlu. — Sníkjudýr fugla og magainnihald var rannsakað í samvinnu við aðra leiðangursmenn. 12. Krabbadýr. — O. Pravda. — Krabbadýrum var safnað í flestum stöðuvötnum og tjörnum á svæðinu. Árangurinn kemur ekki í ljós, fyrr en smásjárrannsóknir Jiafa verið gerðar. Leitazt verður við að lýsa einstökum krabbadýrafélögum. Auk Jiessa starfs vann Pravda að vísindalegri ljósmyndun. III. Veðurfrœði og loftslag 13. —14. V. Struzka og V. Skalda. — í bækistöðinni nndir Bisknps- brekku var sett upp venjuleg veðurathugunarstöð, I. flokks, með sjálfritandi liitamæli og rakamæli, og var Jiar haldið uppi venju- 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.