Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 36
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN legum veðurathugunum. En útibúi var komið upp á Kvígindisfelli, í 714 m liæð y. s., til þess að kanna breytingu veðursins með liæð- inni. í stöðinni var komið fyrir kerfi af jarðvegsliitamælum, sól- skinsmælum og uppgufunarmælum til rannsókna á míkróklíma. Nálægt Biskupsbrekku voru athugaðar inversjónir. (Eins og kunn- ugt er, kólnar loftið yfirleitt, eftir því sem hærra kemur upp í það. En stundum ber þó svo við, að í vissu lagi verður lol'tið hlýrra en þar fyrir neðan, og þetta fyrirbæri nefnist inversjón.) Uti á víðavangi var komið fyrir míkróklímatískum stöðvum með rakamælum og hitamælum í ýmsum gróðurfélögum, einnig með jarðvegshitamælum. Af sérstökum mælitækjum, sem notuð voru, má nefna t. d.: áhald það, sem kennt er við Owen og Béhounek og notað til að telja þéttingarkjarna í loftinu (þ. e. ofursmáar rykagnir, sem vatnsdrop- arnir nryndast utan um, þegar gufa byrjar að þéttast úr mettuðu lofti), v\-dósímetur (til mælinga á útfjólubláum geislum), aktinó- metur (,,geislamæli“) og kataanemómetur (til mælinga á hægum vindblæ niðri við jörð). Gerðar voru litrófsrannsóknir. Stefna skaðlegra vinda á svæðinu var rannsökuð með því að teikna kort af uppltlástursskellum í mosa. IV. Jarðvegsfrceði B. Válek. — Rannsakaðar voru jarðvegstegundir á svæðinu með sérstöku tilliii til gróðurfélaga. Jarðvegssýnishorn verða rann- sökuð nánar heima. V. Teiknun 16. M. Souckova. — Teiknaðar voru meir en 100 lifandi teaundir. O Auk þess safnaði hún smásveppum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.