Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 46
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á erlendu máli heitir 4. stigið telofas, en ekki teleofas, eins og misprentazt hefur á s. 65 og í orðalistanum. Ævintýrið um kímbrautina, Jiina óslitnu röð kynfrumnanna ættliðum sarnan allt til loka veraldarinnar, liefur orðið ein af lífseigustu draummyndum erfðafræðinnar. Weismann fann þáð upp fyrir síðustu aldamót til að skýra hinar íhaldssömu erfðir og álirifaleysi umlrverfisins á hina ættgengu eiginleika, og síðan hefur það liangið í ótal útgáfum ágætra lfffræðirita. En það er ástæðulaust að skilja á milli kímbrautár og annarra frumna, því að aðalatriði erfðanna eru litþræðirnir og kon þeirra, og þau eru hin sömu í stóru tánni, nefbroddinum og kynmóðurfrumunum. Og af eðlilegum ástæðum skiptir það engu máli fyrir erfðirnar, þótt ytri áhrif skemmi litþræði í öðrum líkamshlutum en kynmóðurfrumunum. En til þess að skýra það þarf þó enga kímbraut, ólíka öðrum frumum. Hin síðustu ár hefur auk þess komið í Jjós, að allar frumur geta skipt sér á sama hátt og kynfrumur, ef viss efni eru lá'tin verka á þær, jafnvel þótt þær séu í ólíkustu vefjum. Vildi ég leggja til, að öllu tali um kimbraut verði sleppt í næstu útgáfu. Svonefnd geldæxlun (s. 74) á ekki heima á þeim stað, heldur hefði átt að lýsa öllum tegundum meyfæðingar á sama stað í sérstökum kafla. Aftur á móti liefði smákaflinn um vaxtaræxlun mátt falla burt með öllu. í kaflanum um frjóvgunina (s. 75) nefnir höf. einlitna og,tvílitna einstaklinga í sambandi við ættliðaskiptin og scgir síðan, að öll vefdýr og æðri jurtir séu tvílitn- ingar. hetta er ekki alls kostar rétt, þótt ekki sé Jrað heldur rangt með öllu. En það hefði farið lretur á að nota orðin tvílitna ættliður í þessu sambandi, líkt og gert er í flestum málum, þar sem fræðiorðin „haplont" og „diplont" eru ekki notuð. hegar um æltliðaskipti er að ræða, skiptast á einlitna og tvílitna ættliðir, en hinn síðar- nefndi þarf ekki að vera tvílitningur, heldur getur hann hæglega verið férlitningur eða fjöllitningur aí hærra veldi. Á öðrum málum þýða orðin haploid og diploid tvennt, eftir því hvort um ættliðaskipti eða litþráðatölur er rætt, og eins má nota oiðin einlitna og tvílitna á tvo vegu x okkar rnáli ruglingslaust. 5. Æltgengi. — Hér sakna ég góðra skilgreininga á eðlisfari og svipfari, atviksbreyt- ingum og stökkbreytingum. I’að eru fyrst og fremst hin ættgengu kon, sem valda því, að skyldir einstaklingar eru líkir eða ólíkir hver öðrum. En ef einstaklingar hins sama arfhreina stofns („hreinu línu“) ertt ólíkir að einhverju leyti, er atviksbreyting orsökin, nema stökkbreytirig hafi or'ðið. Og arfhreinir eru aðeins stofnar, sem fjölgað cr með sjálffrjóvgun ættliðum saman. Fjölbreytni jurtanna urn stærð og lögun lxlaða og fræs er ekki atviksbreytingar, nema að litlu leyti, sé ekki átt við arfhreina stofna. I>ví miður er myndin, sem notuð er til skýringar á atviksbreytingum, ekki heppileg. Beztu myndir, sem ha-gt er að sýna áhrif umhverfisins með, eru hinar sígildu myndir af fíflunum, sem Borinier hinn franski klauf í tvennt og ræktaði uppi í fjöllum og á láglendi endur fyrir löngu. Annars eru myndirnar nær undantekningarlaust valdar af mikilli nákvæmni og af mestu smekkvísi. Vissulega getur holdafar dýra og manna verið háð atviksbreytingum og cins vöxtur jurtanna, en [xó aðeins að vissu marki. En mestu valda [xó konin um [xað, livort maður verður feitur eða magur, og eins er aldrei -hægt að gcra rýran grasastofn afkastamikinn með áburði einum saman. í sambandi við kynblöndun (s. 95) má geta þess, að á litþráðakortum bananaflug- unnar eru þekkt fimmfalt fleiri kon en gelið er um í lxókinni. Og eins Jiefði mátt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.