Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 10
104
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
uðu þeir fjöllin dálítið daginn eftir. Munu þeir liafa talið þau aðal-
Jega mynduð af móbergi. Smálón sáu þeir við Esjufjöll, þó að mestu
Hvannalindum um kvöldið 19. júní. Tóku 19 stunda hvíld á miðj-
tæmd. Héldu þeir svo til baka næsta dag að liðnu hádegi og komu
norður að jökulbrúninni að morgni eftir aðeins 18 klst. ferð.
Næstu ferðir í Esjufjöll eru farnar árin 1933, 1943 og 1950. Tvær
hinar fyrri með viðkomu í Mávabyggðum. Hér verður aðeins lítil-
lega frá þeim sagt.
Með þeirn kynnast byggðamenn þeim af eigin raun, þótt tínti til
athugana og yfirsýnar hafi í öllum ferðunum verið mjög takmarkað-
ur. En lýsing á þeint lrá fyrri öldum hafði engin geymzt.
Sumarið 1933 vakti Helgi Arason á Fagurhólsmýri máls á því að
ganga í Esjufjöll. Lagði hann af stað frá Kvískerjum I. júlí, ásarnt
okkur þremur þaðan. Fórum við yfir Breiðamerkurfjall nyrzt, að
Mávabyggðum, viðstöðulítið í Esjufjöll. Náðum þangað eftir 13
stunda göngu. Veður var gott á leiðinni, en er við nálguðumst Esju-
fjöll, þyngdi í lofti og gerði síðan slyddu í fjöllin. Staðnæmdumst
við aðeins tæpar tvær stundir í miðfjallinu fremst. Héldum síðan
niður með Esjufjallarönd, er tók rúmar 5 klst. Var leiðin víðast
greiðfær, jökullinn snjólaus niður frá Esjufjöllum, en snjór milli
þeirra og Breiðamerkurfjalls.
1943 fórum við þrír frá Kvískerjum h. u. b. sömu leið og áður.
Lögðum af stað 12. júlí. Staðnæmdumst nokkuð í Mávabyggðum og
komum til Esjufjalla litlu fyrir miðnætti. Daginn eftir gengum við
talsvert um miðfjallið framan til og austur fyrir það. Lögðum af
stað heimleiðis sama dag, komum niður af jökli eftir h. u. b. 5 st.
göngu. Jökullinn var víðast sæmilega greiðfær, sprungur þó á köfl-
um, meiri en 1933.
Höfðum við hug á að skoða fjöllin betur og umhverfið, en af því
gat ekki orðið fyrr en 1950. Lögðum við af stað frá Kvískerjum, fjór-
ir, hinn 27. júlí og fórum upp Mávabyggðarönd, sent reyndist góður
vegur, mun greiðfærari en Esjufjallarönd var nú, þar sem til sást,
enda virðist svo vera að jafnaði. Mávabyggðarönd nær ekki að fjöll-
um; varð dálítið sprunguhaft á leið okkar nokkru eftir að við fórum
af henni, þó ekki teljandi farartálmi. Gengum svo sem leið lá til
Esjufjalla og tjölduðum í fremsta fjallinu. Gengum um hálsana
framan í fjallinu og morguninn eftir nokkuð inn eftir dalnum vest-
an miðfjallsins, og síðan austur fyrir það. Hinn 29. var rigning og
loít þungbúið. Gengum þá í nyrzta fjallið um morguninn, en urðunt