Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 11
ESJUFJÖLL OG MÁVABVGGÐIR 105 að láta þar við sitja og snúa síðan heimleiðis, enda gerði úrhellis- rigningu áður við komum aftur til tjaldstaðar og hélzt nokkuð fram á daginn. Fórurn fram jökulinn sörnu leið og við komum, heirn yfir Breiðárós. Síðar um daginn gerði aftur dynjandi rigningu, sem hélzt látlaust hálfan annan sólarhring. (Mun minni snjór var nú á jöklin- um við Esjufjöll en 1943, og þó aðeins hálfum mánuði síðar). Legu og afstöðu fjallanna er áður lýst. Mávabyggðir eru hár og þverhníptur hamraveggur, sem gnæfir upp úr jöklinunt, og liggur einnig jökull eða lijarn fram á brún. Hamrarnir eru h. u. b. í beina stefnu SV—NA, 3—4 km að lengd, en stefna síðan spölkorn til SA og enda þar í einstökum klettum og klappahryggjum. Hinn hæsti þeirra, ,,Fingurbjörg“ 1137 m. y. s., er að sjá að vestan sem fingurbjargarlagaður drangur. Nafnið er að lík- indum frá tímum landmælingamannanna. Framan við hamrana, sunnan til, gengur einnig lægri klettarani dálítið fram á jökulinn. Örnefni eitt garnalt er í Mávabyggðum (örskammt suður af hæða- bungu 1449 m), „Kaplaklif“. Ofurlítið vik er þar í hamravegginn, en þverhnípt berg sem annars staðar. Þorvaldur Thoroddsen segir í „Ferð um A.-Skaftafellssýslu 1894“ (án þess að geta heimildarmanns), að Kaplaklif sé austast í Mávabyggðum. Að vísu er þar lægð í hamra- vegginn. Hins vegar hafa menn í Öræfum, sem átt hefðu að þekkja til, talið það vera í fyrrgreindum stað, þ. e. talsvert vestan til. Eru þar einnig fjörumörk miðuð við, milli Fjalls- og Breiðamerkurfjöru.1 Gróður er sem vænta má, næsta lítill í Mávabyggðum, þó vaxa þar nokkrar tegundir blómjurta (svo sem grasvíðir, Ólafssúra, lamba- blóm, melskriðnablóm, burn, mosasteinbrjótur, fjallasmári, fífill (óákv.), grámulla, ennfremur grastegundir tvær). — Fugla sáunr við þar enga. Esjufjöll eru allmikill fjallaklasi nokkru norðar. Ber þar rnest á þrem fjallaröðlum, er ganga út frá aflöngum hæðahrygg, sem er 17— 18 km að lengd eða vel það, hulinn hjarnjökli. Hæstur er hann vestan til, talinn 1760 m, lækkar austan til, um 1480 m. Klettanípur og smáfell sjást upp úr jöklinum á stöku stað. En tilkomumesta hæð- in í bungu þessari er um miðju, 1680 m há. Er þar að suðvestanverðu hár og mikill hamar. Festir þar ekki snjó lengi fram el'tir vetri og leysir fljótt. Mun sú hæð bera nafnið Esja. Er þó vafasamt að örnefn- 1) Nokkru vestar er brúnin lægri og gengur þar nijó skora eða ,,klif“ skáhallt niður að jökli.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.