Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 17
GRÓÐIJR OG DÝRALÍF í ESJUFJÖLLUM 111 Auk þessara 78 plöntutegunda, eru 2 tegundir sem við höfum ekki fengið nafngreindar enn. Önnur tegundin er fífilstegund (Taraxa- cum), er verður ekki ákvörðuð nema af sérfræðingi. Hin tegundin er maríustakkstegund (Alahemilla) og er sennilega alveg ný smátegund ■ fyrir ísland. 2 bastarða fundunr við í Esjufjöllum. Annar var Salis herbacea X lanata, en hinn var. Epilobium anagallidifolium X Hornemanni. Mjög er sennilegt að finna nregi fleiri plöntutegundir í Esjufjöll- um, en hér liafa verið taldar. Dýralíf í Esjuf jöllum Dýralífið er þar ekki fjölskrúðugt. Aðeins 6 fuglategundir hafa sézt þar, og fátt hefur fundizt þar af öðrum dýrum. Þó er sennilegt að finna megi nokkrar skordýrategundir fleiri en hér eru taldar, ef vel væri leitað. 2. júli 1933 Þá sáust þar 5 eða 6 stórir svartbakar og 2 hreiður, sem þeir áttu. Svartbakarnir voru búnir að unga út eggjunum. Ungar þeirra fund- ust ekki, en mávarnir höguðu sér svo sem þeir ættu þar unga. 4 kjóar sáust þar og 1 kjóahreiður með 1 eggi fannst um 4—5 krn framan við miðfjallaranann, á rönd, sem nær frá Esjufjöllum og að Jökulsá. Þá lreyrðist jrar í snjótitling og sást nýlegur rjúpnasaur. Af skordýrum fannst 1 mosabjalla (Byrrhus fosciatus Forst), 1 gull- smiður (Amara Quenseli Sahönh), 1 randafluga (Syrphidae), 1 vor- fluga (Limnophilidae) og 1 jarðlús (Orthezia cataphracta Olafsen). Einnig fannst þar 1 köngurló. 13. júlí 1943 Stóru svartbakarnir voru þá horfnir úr Esjufjöllum. 1 litli svart- bakur sást Jrar. 4—6 kjóar sáust þar, 1 snjótitlingur og 1 rjúpa. Af skordýrum fannst 1 fiskifluga (Tachinidae), 1 randafluga (Syr- phidae) og 1 fiðrildi (Lepidoptera). Einnig fundust 2 eða 3 tegundir af köngurlóm. 28-29. juli 1930 6—10 snjótitlingar og 5—7 steindeplar sáust í Esjufjöllum. Voru ]>að bæði fullorðnir fuglar og ungar, sem voru komnir á flug. 4 kjóa sáum við Jrar og fundum þar 1 kjóahreiður með 1 eggi. Hætti kjó-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.