Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 25
HVALIR í SJÓBÚRI 119 Þessir hvalir eru jafn óstöðugir í rás sinni eins og apaflokkur og eru því erfiðir viðfangs til hljóðrannsókna. Nánari rannsókna er því beð- ið með eftirvæntingu. Hver á fætur öðrum reyndu höfrungatarfarnir í hafbúrinu að ná ástum kúnna og jafnvel skjaldbakanna, en aldrei varð séð að slík sambönd tækjust. Þó er Jæss að geta, að höfrungskýr, sem verið hai’ði 11 mánuði í fagnelsi, gat afkvæmi, en að vísu dautt. Undan- tekning er ]ró frá þessari „reglu“. Ein af kúnum fæddi lifandi kálf. Atliugavert var það, að sporðurinn kom út fyrst, en höfuðið síðast, en svo var og um kálfinn, sem fæddist dauður. Þessi staðreynd er einkar athyglisverð vegna Jress, að vitað er um sams konar fæðingar- tækni lijá sjávareðlunum l’rá miðöld jarðsögunnar. — Tíu sekúndum eftir að stökkulskálfurinn var í heiminn borinn svamlaði hann upp í vatnsskorpuna til þess að anda, en á meðan, héldu móður lians og önnur kýr sig neðan við hann. Það varð ekki annað séð, en að kýrn- ar væru til Jress búnar að reka liann upp, ef hann færi ekki af sjálfs- dáðum. Hér var greinilega að ræða um eðlishvöt til afkvæmishjúkr- unar, eins og einnig sézt al’ öðru dæmi. Kýr hafði alið kálf um nótt. Þegar komið var að um morguninn var kálfurinn í vatnsskorpunni og liélt móðirin honum þar. Stökklarnir eiga í ríkum mæli hvöt til þess að leika sér. A meðan við vorum að lilýða á frásögn hins ástúðlega leiðsögumanns okkar var einn stökkullinn stöðugt að leika sér að fjöður. Hann ýtti við fjöðrinni, greip liana, sleppti henni aftur, ýtti við henni á ný og Jrannig liélt hann látlaust áfram. Stundum kemur annar stökkull og tekur þátt í leiknum og minnir allt Jætta atferli nákvæmlega á fram- ferði livolpa. Ærslin og ólætin ná óvæntu hámarki þegár dr. Kritzler gengur fram á pallinn, þaðan sem dýrunum er gefið og kastar til þeirra uppblásnum gúmhring, sem er um 25 cm að þvermáli. Stökkl- arnir synda að pallinum og láta meira að segja klappa sér. Einn J^eirra stingur strax trjónunni inn í hringinn og syndir með hann á brott, fáeina metra. Þar sleppir hann hringnum, grípur hann aft- ur, sleppir honum á ný og þannig er lialdið áfram. Að lokum kemur stökkullinn syndandi með hringinn að pallinum og nú skeður Jrað ótrúlega, hann kastar hringnum til dr. Kritzler. Við slíku hefði mátt búast af tömdu sæljóni, en aldrei af hval. Andlegt atgerfi höfrung- anna hlýtur að vera miklu Jnoskaðra en talið hefur verið, en það er í góðu samræmi við stærð heilans, en liann er stærri en mannsheili, og fellingarnar í berki lians mjög þroskaðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.