Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 26
120 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN Háfarnir, sem eru eins stórir og höfrungarnir og sumir stærri, taka engan þátt í þessum glaðlegu leikjum og láta sig þá engu skipta. Hægt og sígandi synda þeir um sjóinn milli hvalanna, algerlega ósnortnir af nærveru þeirra. Þetta sést einnig ef við lítum aftur á sjávarlífið gegnum glugga á ganginum niðri. Fyrirvaralaust er kaf- ari, með hjálmi og öðrum tilfæringum, sendur niður í djúpið. Undir eins eru höfrungarnir, sem kannast vel við þennan gest, komnir til hans, rétt eins og þegar lnindar ldaupa á móti húsbónda sínum. Þeir lofa honum að gefa sér mat og taka fæðuna úr hendi hans. Hins veg- ar skipta háfarnir sér ekki hið alira minnsta af kafaranum og sýndu þeir á þennan hátt að þeir stóðu höfrungunum langt að baki um andlegt atgerfi enda þótt útlit beggja væri nauðalíkt. Enda eru háfarnir fulltrúar hinna frumlegustu af hryggdýrunum. (Úr Orion 1950, bls. 889-893). Árni Friðriksson þýddi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.