Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 35
Ingimar Óskarsson: Nýtt hefti af The Zoology of Iceland Árið 1949 kom út rit F. Jensenius Madsens um samlokur í sjó (Marine Bivalvia, Zool. of Icclaiul Vol. IV, part 03). Helztu niðurstöður þcssa rits eru ræddar í grein þess- ari. Enn hefur einu nýju hefti af hinu yfirgripsmikla ritsafni The Zoology of Iceland verið hleypt af stokkunum. í fyrstu var svo til ætlazt, að heftin yrðu alls 90, og að útgáfu þeirra yrði lokið á 20 ár- tun. En nú eru þessi 20 ár senn á enda og verkið að heftafjölda að- eins ríflega hálfnað. Margar orsakir liggja til þessa seinlætis, en þó mun lieimstyrjöldin síðasta liafa verið úrslitaorsökin. En þessi drátt- ur á útgáfunni hefur líka orðið til þess að gera hvert hefti auðugra að efni en ella, því að árlegar rannsóknir með aukinni tækni bæta drjúgum við þekkingu á útbreiðslu tegundanna. Vonandi er nú kominn skriður á útgáfuna og skeiðið runnið til enda á næstu árum. Allir, bæði leikir og lærðir, sem fást við rannsóknir á dýralífi landsins, rnunu fagna því og óska þess, að útkoma ritsins geti gengið sem greiðlegast. Eg veit, að sumir dýrafræðingar sakna þess, að tegundunum skuli ekki vera stuttlega lýst og myndir látnar fylgja. En með því Iiefði ritsafnið orðið of dýrt, og útkomutíminn að minnsta kosti tvöfald- azt. Eins og ritið er, þá er það prýðilegur Jiekkingargrundvöllur, sem næsta kynslóð dýrafræðinga getur byggt ofan á, og eiga þeir menn. sem voru frumkvöðlar að Jressari útgáfu, miklar þakkir skyldar. Þetta nýja hefti Marine Bivalvia eða sem mætti eins vel nefna Alarine Lamellibranchiata, er 116 blaðsíður í 8 bl. broti, og fjallar um samlokur í sjó, eins og nafnið bendir til. Er Jrað fyllilega sam- bærilegt við hliðstæð hefti að nákvæmni og efnismeðferð. I innganginum getur höfundurinn nokkurra heimildarrita um sæskeljar og allmargra dýrafræðinga, sem safnað hafa skeldýrum við strendur landsins. En allar athuganir á því sviði voru ófullkomnar Náttúrufraðingurinn, 3. h. 1951 9

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.