Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 38
132
NÁTTÚRUFR/EBINGURINN
við Norður- og Austur-Ameríku. Aðeins 1 teguncl (Portlandia iris)
er lireinræktaður Ameríkani.
Því miður er enn mjög takmörkuð þekking á viðkomu skeljateg-
undanna, og eiga dýrafræðingar þar eins og á fleiri sviðum ærið
verkefni óleyst. Höfundurinn telur fullvíst, að lirfur 24 tegunda
klekist svífandi og 6 tegundir hafi botnklak. Um viðkomu og klak
58 tegunda er ekkert vitað með vissu.
Höfundur drepur lítillega á hagnýta þýðingu skeljanna og telur
og það með réttu, að engin tegundanna sé notuð til manneldis nú á
dögum. Aftur á móti séu þær mikilsverð fæða fyrir nokkrar tegundir
fiska, sér í lagi ýstina og nefnir í því sambandi 10 skeljategundir, er
liann telur algengar í fiskamögum. Sakna ég hér tveggja tegunda,
sem eru mjög algengar í ýsumögum við strendur Norðurlandsins, en
þær eru Nucula Lenuis og Leda minuta. Annars eru sárafáar Iieim-
ildir til um þessi efni, aðrar en söfnin sjálf. En vissa er fengin fyrir
44 tegundum úr ýsu- og skarkolamögum, og fer sú tala efalaust liækk-
andi við frekari rannsóknir.
í lok þessa kafla sýnir svo höfundur 2 tegundaskrár. í annarri
þeirra eru nefndar allar íslenzku skeljarnar, sýnd útbreiðsla þeirra
með X við strendur landsins, skýrt frá landfræðilegri útbreiðslu
þeirra og tilgreint dýpi. Skrá þessi er að mestu byggð upp úr I. kafla
ritsins. Hin tegundaskráin geymir 211 tegundir ásamt fundardýpi
þeirra eða allar þær tegundir, sem fundizt hafa í Norður-Kyrrahafi,
Beringshafi og Síberíuhafi, við Grænland og Svalbarða og þaðan við
strendur Atlantshafslandanna suður til Miðjarðarhafs og Azoreyja.
Og þar að auki þær djúpsævistegundir, sem l’undizt hafa í grennd
við ísland. Höfundur bendir á, að tafla þessi geti orðið dýrafræðing-
um leiðarvísir um það, hvaða tegunda megi vænta til viðbótar hinni
íslenzku skeljafánu í framtíðinni.
í ritinu eru kort yfir útbreiðslu 34 tegunda við strendur landsins
og auka þau mjög á gildi ritsins. Þá er einnig kort, þar sem allir
kunnir söfnunarstaðir íslenzku tegundanna eru merktir. Á korti
þessu kemur í ljós, að Faxaflói er lang bezt rannsakaða svæðið.
Myndir eru og af 3 sjaldgæfum tegundum. Frágangur ritsins er
góður og hafa sárafáar villur smogið í gegn við prófarkalesturinn.
Fyrir hönd íslenzkra dýrafræðinga þakka ég svo að lokum höfundi
fyrir vel unnið starf.