Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fit út í Rangárbotna, sunnan við Valahnúka, eins og akvegurinn liggur nú. Sú leið lokaðist henni þó löngu fyrir Islands byggð af hraunflóði einu miklu, sem telja má til Hekluhrauna. Það kom upp úr framhaldi Heklugjár til norðausturs frá Heklu. Sú gossprunga markast nú af gígaröð skammt vestur af Lambafit. Hinn þurri far- vegur Helliskvíslar, frá því fyrir 1913, fylgir nú á köflum austur- jaðri þessa hrauns, á mótum þess og Þjórsárhrauns, sem er enn eldra. Hér að framan hefur lítillega verið drepið á þá hrakninga, sem Helliskvísl hefur bersýnilega lent í, af völdum hraunflóða, áður en land byggðist. En um þá atburði vitum við lítið umfram það, sem hér er sagt, enda voni engir menn sjónarvottar að þeim. En vorið 1913 var hún enn flæmd úr farvegi sínum, og skal nú hér á eftir sagt nokkuð frá viðbrögðum árinnar við þeirri meðferð. Eldgosið á Lambafit hófst 25. apríl 1913 og stóð fram í miðjan maímánuð. Það kom upp um sprungu, um 4 km langa, sem liggur af Krókagiljabrún til norðausturs yfir Lambafit og Hrafnabjargaöldu og endar í bröttum nafnlausum móbergskolli vestur af Hrafnabjörg- um. Þetta var lítið eldgos með óverulegu öskufalli, en í því rann hraun það, sem síðan er oftast nefnt Lambafitjarhraun. Það kom aðal- lega upp í þremur gígum á sprungunni: á báðum endum hennar og í miðju. Miðgígurinn er nálægt því, sem Helliskvísl rann áður, en hraun frá hinum gígunum rann einnig til árinnar, og samfelld hraun- breiða mjakaðist ofan eftir farvegi hennar og fal hann allan langt upp á bakka á h. u. b. 6 km. kafla norður frá gossprungunni. Næstu sumur eftir myndaði áin lón ofan við hraunstífluna og end- aði þar. Vatn hennar seig inn í nýja hraunið og niður í hið vikur- orpna gamla hraun í lónsbotninum. En þetta lón var lítið, og áin þétti fljótt bæði botn þess og hraunstífluna. Á öðru sumri (1914) fremur en þriðja (1915) mun áin fyrsta sinni hafa flætt yfir hraunstífluna. Féll hún þá aftur vestur af hrauninu litlu neðar, rann skamman spöl norður með jaðri þess og endaði þar í öðru lóni. Fáum árum síðar var efra lónið alveg upp fyllt af sandi og leir. Síðan hefur áin runnið þar um eyrar. Það sem hér er ritað um Helliskvísl fyrstu árin eftir 1913, hefur Guðmundur í Múla sagt mér. Sjálfur kom ég ekki á vettvang fyrr en 1930. Neðra lónið, við vesturjaðar Lambafitjarhrauns, varð ánni mjög torsóttur farartálmi. Botn þess var vikurorpið hraun (Hekluhraun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.