Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 19
tJR SÖGU HELLISKVlSLAR
13
reyndi að rekja áfram dýpstu lægðir hraunsins, og ég lenti í Rangár-
botnum. En ég var ekki öruggur um að hafa farið rétt.
Eftir þessa ferð var ég sannfærður um, að Helliskvísl mundi sjálf
svara spurningu minni og falla annaðhvort fram i Rangárbotna eða
út í Þjórsá — ef ekki á næsta sumri, þá a. m. k. áður en mörg ár
liðu. Af ófyrirsjáanlegum ástæðum hefur samt hvorugt orðið enn.
Þrjú siðastliðin ár hefur úrkoma verið langt undir meðallagi um mik-
inn hluta lands, ekki sízt á Suðurlandi. Af þeim sökum hafa lindir
og vatnsföll orðið fádæma lítil. T. d. í Hekluhraunum var þegar
sumarið 1950 orðin einhver hin mesta vatnsþurrð, sem gamlir menn
muna, í lindum og brunnum. Árið eftir var hún enn meiri og tví-
mælalaust einsdæmi í manna minnum, og síðastliðið sumar sótti enn
því nær í sama horfið.
Þessi óvenjulegi þurrviðrakafli hefur knúið Helliskvísl til undan-
halds — í bili. Hún hefur aldrei komizt fram úr þvi meti, er hún
setti sumarið 1949.
Haustið 1950, 24. september, fékk ég Sigurjón Rist, vatnamælinga-
mann Raforkumálaskrifstofunnar, með mér inn að títtnefndu hraun-
nefi. Hann hafði tæki til hallamælinga, og með þeim gengum við
úr skugga um, hvora leiðina Helliskvísl tekur, þegar hún sækir næst
fram um ófarinn veg: Hún fer í Rangárbotna. En þetta munar afar
litlu, aðeins 20—30 cm hár þröskuldur úr vikri og hraunurð bægir
framtíðarfarvegi hennar frá Þjórsá.
En hvenær nær Helliskvísl því takmarki að renna í upptök Rang-
ár og lengja hana þar með upp á við um 45 km? Um ártalið skal hér
engu spáð, en það verður ekki síðar en næsta hlýindasumar eftir
snjóavetur.
Fyrstu árin kemst Helliskvísl vitanlega ekki alla leið nema í mestu
vatnavöxtum. En það er nú sýnt, að farvegur hennar verður smám
saman þeim mun greiðari, því lengur sem hún rennur um hann.
Þess vegna má búast við, að eftir fáa áratugi renni hún fram í Rangá
á hverju sumri vikum eða mánuðum saman.