Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 46
Ingimar Óskarsson:
Sœskelin Cardium edule L. fundin við ísland
17. águst s.l. sumar færði Jónas S. Jónsson, garðyrkjumaður að Sól-
vangi, mér einar skelja-samlokur 25+28 mm að stærð af báruskeljar-
ætt. Hafði hann tekið þær við Hofgarða á Snæfellsnesi. Við athugun
reyndist þetta vera Cardium edule, sem ekki hefur verið talin íslenzk
hingað til, enda engir fundir aðrir héðan en 33,5 mm löng skel úr
Heimaey í Vestmannaeyjum. Var það danski dýrafræðingurinn A. C.
Johansen, sem fann þá skel 1901 eða 1902, og áleit hann, að hún
hefði borizt þangað í seglfestu með skipi erlendis frá.
Samlokurnar frá Snæfellsnesi voru þannig útlítandi, að ég taldi
sennilegt, að tegundin lifði í Faxaflóa. Skömmu eftir þennan skelja-
fund hringdi finnandinn i mig og bauð mér að athuga skeljasafn, er
börn hans ættu og hefðu safnað tvö s. 1. sumur. Kvað hann skeljar
vera í safninu líkar þeirri, er hann tók í nánd við Hofgarða. Þetta
reyndist rétt. Fann ég í safninu 3 samlokur, sem héngu saman á
tengslunum og 2 stakar skeljar. Stærðin var 18 + 20 mm upp í 31+38
mm. Voru samlokurnar alveg ónúnar, og benti útlit innra borðsins
ótvírætt á, að þær hafi verið nýdauðar, er þær fundust. Gerðum við
Jónas lauslega leit í fjörunni innst í Fossvoginum, en fundum aðeins
3 stakar skeljar. Frekari leit að tegundinni hefur enn ekki verið gerð.
Cardium edule, er ég hef gefið íslenzka heitið hjartaskel, er venju-
lega heldur minni en ígulskelin (C. echinatum L.), en annars er hún
mjög breytileg að stærð. Hún er ýmist hjartalaga (aðaltegund) eða
skakk-hjartalaga (var. lamarcki Reeve), mjög kúpt og nefið gildara
en á öðrum tegundum ættkvíslarinnar. Geislarifin geta verið allt frá
20 og upp í 28 að tölu, en venjulega eru þau 25—27. Rifin eru flöt
og miklu breiðari en bilin á milli þeirra, og eru oftast þéttsett þunn-
um þverkömbum, mest í nánd við rendurnar. Yfirborðið er því mjög
hrjúft viðkomu. Liturinn á aðaltegund er gulleitur og kviðröndin að
innan oft gul.
Tegundin er harla mismunandi að útliti, enda á hún við hin ólík-
ustu skilyrði að búa. Útbreiðsla hennar nær frá nyrzta odda Noregs,