Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 46
Ingimar Óskarsson: Sœskelin Cardium edule L. fundin við ísland 17. águst s.l. sumar færði Jónas S. Jónsson, garðyrkjumaður að Sól- vangi, mér einar skelja-samlokur 25+28 mm að stærð af báruskeljar- ætt. Hafði hann tekið þær við Hofgarða á Snæfellsnesi. Við athugun reyndist þetta vera Cardium edule, sem ekki hefur verið talin íslenzk hingað til, enda engir fundir aðrir héðan en 33,5 mm löng skel úr Heimaey í Vestmannaeyjum. Var það danski dýrafræðingurinn A. C. Johansen, sem fann þá skel 1901 eða 1902, og áleit hann, að hún hefði borizt þangað í seglfestu með skipi erlendis frá. Samlokurnar frá Snæfellsnesi voru þannig útlítandi, að ég taldi sennilegt, að tegundin lifði í Faxaflóa. Skömmu eftir þennan skelja- fund hringdi finnandinn i mig og bauð mér að athuga skeljasafn, er börn hans ættu og hefðu safnað tvö s. 1. sumur. Kvað hann skeljar vera í safninu líkar þeirri, er hann tók í nánd við Hofgarða. Þetta reyndist rétt. Fann ég í safninu 3 samlokur, sem héngu saman á tengslunum og 2 stakar skeljar. Stærðin var 18 + 20 mm upp í 31+38 mm. Voru samlokurnar alveg ónúnar, og benti útlit innra borðsins ótvírætt á, að þær hafi verið nýdauðar, er þær fundust. Gerðum við Jónas lauslega leit í fjörunni innst í Fossvoginum, en fundum aðeins 3 stakar skeljar. Frekari leit að tegundinni hefur enn ekki verið gerð. Cardium edule, er ég hef gefið íslenzka heitið hjartaskel, er venju- lega heldur minni en ígulskelin (C. echinatum L.), en annars er hún mjög breytileg að stærð. Hún er ýmist hjartalaga (aðaltegund) eða skakk-hjartalaga (var. lamarcki Reeve), mjög kúpt og nefið gildara en á öðrum tegundum ættkvíslarinnar. Geislarifin geta verið allt frá 20 og upp í 28 að tölu, en venjulega eru þau 25—27. Rifin eru flöt og miklu breiðari en bilin á milli þeirra, og eru oftast þéttsett þunn- um þverkömbum, mest í nánd við rendurnar. Yfirborðið er því mjög hrjúft viðkomu. Liturinn á aðaltegund er gulleitur og kviðröndin að innan oft gul. Tegundin er harla mismunandi að útliti, enda á hún við hin ólík- ustu skilyrði að búa. Útbreiðsla hennar nær frá nyrzta odda Noregs,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.