Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 55
Ingólfur Davíðsson: Gróðurskrcrf I. Rauðberjalyng o. fl. í Berufirði. Fyrri hluta ágúst 1952 skoðaði ég gróður í Berufirði eystra. Brekk- ur á utanverðri norðurströndinni voru víða hvítflekkóttar af geit- hvönn. Innar með firðinum er landið óvenjulega grátt yfir að líta. Stórar grámosabreiour þekja holt, urðarhryggi og mela. Hliðar víða grámosagráar. Hef ég hvergi séð jafnmikinn grámosa á láglendi, nema þá í hrauni. Líklega á jarðvegsástandið þátt í þessu. Hvarvetna stirnir á hvítt í melagrjótinu. Er hér óvenju mikið um geislasteina og aðrar holufyllingar. Grámosinn vex vel í þessari holufyllingarurð, líkt og í hrauni, en líklega er hún (zeólitarnir) óhentug ýmsum öðr- um gróðri. Af fremur fágætum urtum má telja vatnsUSagras í Berufirði; brodd- krœkil (Sagina subulata), sem vex í klettum í Fossárdal og víðar. I mýrum austan við Berunes vex einkennileg, hávaxin, stoðblaða- mikil stör, líklega bastarSur mýrastarar og gulstarar (C. Goodenoug- hii x C. Lyngbyei). Vex einnig í flóa skammt frá Eydölum í Breið- dal. Strandstör (C. marina) og sjávarfitjungur vaxa víða við sjóinn. Melgras í Selneshólma. Friggjargras er algengt, en hjónagras virðist aðeins vaxa í giljum og klettaskorum. Klettafrú er hér og hvar í klett- um; bergsteinbrjótur á Berufjarðardal. Skurfa vex hér og hvar; fylg- ir t. d. gömlum reiðgötum langt inn á Berufjarðardal. LiSfœtla sést hér og hvar. Skjaldburkni fágætur og finnst helzt til fjalla. I brekk- um við Þjóðreksskála vext bleikt blágresi og mikið af sigurskúf. Breið- ist hann mjög út, síðan brekkurnar voru girtar. Sigurskúfur vex líka við Þiljuvelli, og víðar. Var að fara í blóm 10. ágúst. Nanna Guð- mundsdóttir, kennari í Berufirði, sagði mér, að rauSberjalyng (Vac- cinium vitis idaea) mundi vaxa inni á Fossárdal, inn af botni Beru- fjarðar. Höfðu börn bóndans í Fossárdal fundið lyngið um 1937 og Nanna ákvarðað það. Þótti mér þetta merkilegt; fór inn á dal og var vísað á fundarstaðinn. Talsvert vex þarna af rauðberjalynginu, eink-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.